Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 23
Geymslurými fyrir fóðurblöndur Þegar fóðurvinnslunni er lokið skila vél- arnar frá sér fullgerðum fóðurblöndum. Til skamms tíma var það svo, að öll varan var látin í poka. Þá hlaut blandan að fara um sekkjunarbúnað. Það eru ekki mörg ár síðan hafinn var flutningur á lausri fóður- vöru heim til notenda, fyrst sem mjöl- blöndu, er þá þyrlaðist óhæfilega þegar blásið var í vagn og úr honum aftur á búi bóndans. Því var fljótlega unnið að því að vöggla og köggla vöruna. Þá rykast minna við fyllingu og tæmingu vagnanna, en í verksmiðjunni er vörunni dælt, eða með færibandsbúnði flutt í síló, þegar hún skal geymd og fluttt burt sem laus vara. Að sjálfsögðu fer það eftir magni framleiddrar vöru, í hverri verksmiðju, hve mikið geymslurými nauðsynlegt er, og þá um leið hve mikið sílórými þarf að vera og hve mikið fyrir sekkjavöru. í nýrri verksmiðju getur verið vandaverk að byggja húsrými til hæfis fyrir geymsluvöru. Hvarvetna er það svo á síðari árum, að búlkvara eykst og sekkjavara víkur. Það er alþekkt, að á vissum tímum er þörf fyrir miklu meira kraftfóður en á öðr- um. Á sumrum er lítið notað af þeirri vöru handa jórturdýrum á beit, en á öðrum árs- tímum mjög misjafnt. Flutningsskilyrði geta truflazt svo að birgðir safnazt og kom- ast ekki til þurfenda reglulega. Með tilliti til þessa getur verið álitamál hve mikið geymslurými hver verksmiðja þarf fyrir unna vöru, svo að við hæfi sé en aldrei ófullnægjandi, en svo sem vitað er, er óráð- legt að geyma kraftfóðurblöndur undir opnum himni, enda þótt góðar yfirbreiðsl- ur séu fáanlegar til varnar votviðri og á- gengni umferðarinnar. Afgreiðslurými Við geymslurými verksmiðjunnar þarf að haga framkvæmdum og skilyrðum þannig, að vélgengi og sjálfvirkni geti orðið sem mest við móttöku vörunnar og brottflutn- ing. Þar sem um ræðir sílógeymslur er vandinn ekki mikill. Þar þarf að sjá fyrir því, að búlkbílar hafi góða aðstöðu til þess að taka vöruna. Aðfærsluslöngur frá sílói að bíl mega ekki vera of langar. Þegar um ræðir sekkjavöru er um að gera að koma sekkjunum haganlega fyrir í geymslu um leið og sekkjun fer fram. Um árabil liafa pallar verið notaðir við vöruflutninga og er ekkert sjálfsagðara en að svo sé einnig hér. Þarf þá aðeins gaffallyftur í verk- smiðjunni til þess að færa ákveðinn palla- fjölda á hvern bíl, sem aka skal fóðri til bóndans, en sjálfvirk sekkjavog hefur veg- ið í verksmiðjunni áður en hverjum poka var lokað. Þegar fóður er flutt með skipum í pokum er á síðustu árum algengast að hafa sér- stak umbúðir fyrir það, eins og ýmsa aðra vöru, það, sem á erlendum málum er nefnt containers, en á okkar tungu liefur hlotið hið ágæta lieiti gámar. Fer það eftir stærð skipa þeirra, sem flytja skulu gáma, eða réttara sagt lyftibúnaðar á skipum og bryggjum, hve mikinn þunga hver gámur skal rúma, en kosturinn við gám er, að fyrirhöfnin við fermingu hans og afferm- ingu er ekki miklu meiri en við hvern poka, þegar þannig er flutt, en að hand- leika hvern fóðurpoka við framskipun, lestun og uppskipun, er fornaldarsnið í starfsháttum. Ef 2 tonn eru í gám (40 pokar á 50 kg) er litlu meiri vinna við um- ræddar athafnir en við hvern poka annars. Þar sparast sennilega 20—30 föld vinna. Séu 5 tonn í gám sparast enn meiri vinna. Auðvitað kostar eitthvað að flytja gáma og palla til upprunastaðar, en það eru smá- munir móti spöruðum vinnulaunum við hvotlið með pokana. Þetta viðhorf er auð- viðtað mótað í hverri nútíma verksmiðju því að nátengd er kraftfóðurframleiðslan flutningaskilyrðunum eins og allt er háð neyzluþörfinni. ---------O—O------------- Um okkar skipan í þessum efnum verður fjallað í annarri grein í Frey við tækifæri. G. F R E Y R 303

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.