Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 19
KRÆFTFOÐUR FRAMLETÐjSU NIÍTÍMSNS Fyrir um það bil 20 árum gerði ég fyrstu kannanir um viðhorf til þess að koma á kraftfóðurframleiðslu með nútíma sniði hér á landi. Frá þeim tíma á stríðsárun- um er ég starfaði hjá kornverzlun danska ríkisins, þekkti ég sitthvað af þeim bún- aði og athöfnum, sem þá voru í góðu gildi, en á árunum kring um 1950 var ým- islegt nýtt í mótun, þótt viðhorfin væru þá ekki svo ör til nýrra hátta eins og gerzt hefur síðustu árin. Kannaði ég aðstæð- urnar með grannþjóðum okkar í Ijósi þeirra staöreynda, sem þá ríktu, en við samanburð á því, er hér réöi þá, gat naum- ast eða ekki komiö til greina aö við fœrum að annarra fyrirmynd um kraftfóöur- vinnslu því að okkar neyzla af þeirri vöru var þá aðeins milli 10 og 20 þúsund tonn árlega, og með svo lítiö magn var ekki hœgt að vinna meö verulega hagrænu sniði, og alls ekki á borð við það, sem nú gerist. Nú má telja, að eðlileg notkun kraftfóð- urs handa öllu búfé sé um 60 þúsund tonn á ári, en með því magni er hægt að fram- leiða afurðir á mun hagrænni hátt, en ver- ið hefur. Með því er hægt að fá meiri eftir- tekju af hverri búfjáreiningu en fyrr hefur gerzt. Kynbætur búfjárins skapa skilyrði til þess. Og þegar kraftfóðurþörfin er orð- in um 60 þúsund lestir á ári og eðlilega hlýtur að vaxa með vaxandi þjóð, sem þarf matvæli í auknum mæli, þá er hægt að tala um kraftfóðurframleiðslu með hag'- rænu sniði. En hvernig á það snið þá að vera? Um það getur ekki verið nokkur vafi, ef vinna skal með nútíma aðferð við vinnslu og dreifingu þeirrar vöru, gera vöruna svo ódýra sem tök eru á, og um leið móta allt á hagrænan hátt í því skyni að kosta sem minnstu til í daglegum rekstri en senda þó til neytendanna staðlaða gæða- vöru. Með því að hafa eina verksmiðju og skipa dreifingarathöfnum öllum í eðlilegt nútíma snið, er hægt að vinna, framleiða og dreifa vöru af þessu tagi á langtum auðveldari og ódýrari hátt en hingað tii hefur gerzt. Skal nú í stuttu máli gera grein fyrir hvað um ræðir I þessu sambandi. Verksmiðjan Til skamms tíma var það svo með grann- þjóðunum, að fóðurverksmiðjur voru til- tölulega litlar og þá eðlilega fleiri en ger- ist nú, þegar þær litlu eru lagðar niður en stærri í’eistar, sem eru að mestu sjálf- virkar. Stórar verksmiðjur og sjálfvirkar eru líklega dýrari í stofnkostnaði og er þó vafamál, en vegna miklu minni reksturs- kostnaðar, þegar sjálfvirkni er umfangs- mikil, er nútímaleiðin langtum hagkvæm- ari, og það hlýtur að vera kappsmál að gera vöruna sem ódýrasta í framleiðslu. F R E r R 299

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.