Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 25

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 25
iiii iii ii i ii ■ ii i iii iii iii iii ni mi ii i ii iiiininiiiiiiini iii iii iiiiiii]i iiiiiiiiiiii!ii n im iii iii iii Viðhald votheyshlöðunnar llllllllllllllllllllllllllllllllllllllilillllltlllllllllliilllllllllllllliiillllllllllllllllllllllllill Góðar votheyshlöður eru þœr, sem vand- lega eru gerðar úr steinsteypu. Ending þeirra er góð og ágæt ef þær eru með farnar á viðeigandi hátt. Elztu votheys- turnarnir eru nú rúmlega tvítugir en eðli- lega nokkuð fyrndir, meðfram vegna þess, að viðhald þeirra hefur ekki verið rækt sem skyldi. Sýrur votheysins herja á steypuna og nú, þegar fleiri og fleiri taka maurasýsu í notkun til að tryggja gæði votheysins, er nauðsyn brýn að verja innri flöt votheyshlöðunnar gegn árás sýrunnar með viðeigandi efni. En hvaða efni er bezt? spyrja menn. Erlendis hafa tilraunir verið gerðar með fjölda efna. Sum þeirra reyndust einskis virði. Örfá hafa reynzt góð. Hér á landi vitum vér ekki til að tilraunir hafi verið gerðar af nema einum aðila, sem sé MÁLNINGU hf. Niðurstöður þeirra tilrauna, um nokkur ár, segja ákveðið, að eitt efni sé langbezt. Yfirlit yfir tilraunirnar fer hér á eftir. Formaður Búnaðarsambands Suðurlands tjáir Frey álit sitt um bezta efnið — EPOXY-BIK — samkvæmt því er hann hefur séð og skoðað. Ritstjóri FREYs hefur einnig komizt að sömu niðurstöðu við að skoða þann turn, sem lengst hefur verið í tilraunum. Hvort önnur og betri efni kunna að koma til notkunar siðar er ekki vitað, en þar sem ending EPOXY-BIKS virðist fremri öðrum, er reynd hafa verið, er eðli- legt að efni þetta sé notað, því að undir- búningsvinna við ræstingu hlýtur að vera nákvæmlega jafnmikil hvort sem gott eða óhœft efni er notað til sýruvarnar. Vand- aður undirbúningur er að sjálfsögðu nauð- synlegur. Til þess að tryggja nýja og notaða turna, og aðrar steyptar votheyshlöður, gegn of örri fyrningu, er eðlilegt og sjálfsagt að smyrja þá innan fyrir slátt. Er nú ekki viðeigandi að fá til þess sérstaka aðila, sem ferðast á milli með háþrýstvatnssprautur og annan búnað til ræstingar og fari ná- kvæmlega að fyrirmœlum um notkun hins bezta efnis, sem hér er þekkt til þessa? Bezta efnið verður ódýrast í notkun þó að það sé ögn dýrara en hin, sem ekki eru meðmæla verð. SKYRSLA UM NIÐURSTÖÐUR TILRAUNA, SEM GERÐAR VORU Á VOTHEYSTURNUM í júlímánuði 1970 voru framkvæmdar til- raunir með málun gamalla votheysturna á bæjunum Laugardælum í Árnessýslu og Ölvesholti í Rangárvallasýslu. Hreinsun og málun framkvæmdi Páll Árnason, málara- meistari, á hvorum votheysturni. Þann 3. maí s.l., eftir heilan vetur, voru tilraunaniðurstöður kannaðar. Voru til þess kvaddir eftirfarandi menn: Stefán Jasonarson, form. Búnaðarsam- bands Suðurlands, Valur Þorvaldsson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands, Páll Árnason, málarameistari, Selfossi, Kolbeinn Pétursson, forstjóri, Málning _ h.f„ Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, Málning h.f. F R E Y R 305

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.