Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 6
INNFLUTIMINGUR SAUÐNAUTA TIL ÍSLANDS Eftir* Óttar Indriðason ■ MIMIIIIIIIIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 1 Höfundur greinar þessarar býr vestan hafs | = og vinnur þar að náttúruverndarmálum. = = Hann er Þingeyingur að ætt og uppruna. = ■ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Eins og allir vita, eru aðeins örfáar teg- undir spendýra á íslandi. Þessu veldur auðvitað einangrun eylandsins og svo það hve stutt er síðan síðasta hluta ísaldar lauk í landinu. Má raunar segja, þegar litið er á jökla landsins, að hún standi enn yfir. Talið er, að þegar forfeður okkar komu til landsins hafi refurinn verið eina villta spendýrið á landi. Trúlegt er, að þær tvær tegundir sela, sem hér fyrirfinnast að jafnaði, hafi, þá sem nú, komið upp á strendur landsins til þess að ala kópa sína. Með landnámsmönnum eða síðari skipum komu svo haga- og húsamýs og rottur. Þá er að geta hreindýranna og svo minksins. Þar með eru víst upp taldar tegundir spen- dýra á landi voru. Minkurinn á sér fáa forsvarsmenn sem von er, því þetta er fullkomið aðskotadýr í lífshjúp (biosphere) landsins, þó hann sé skaðlaus í heimalöndum sínum. Þetta litla en harðvítuga rándýr hefur auðsjáanlega gert stórfeldan skaða á fiskum og fuglum, og eru þó varla allar þær skemmdir taldar. Vonandi er hægt að halda minknum í skefjum, eins og gert hefur verið undan farið, með því að vinna gren, en ólíklegt er að íslendingum takist að koma minkn- um fyrir kattarnef, frekar en refunum, sem þjóðin hefur herjað á í þúsund ár, en eru þó enn samborgarar okkar. Ennfremur skilst mér að loðdýrarækt, þar á meðal minkabú, séu aftur leyfð, og er þá hætt við að fleiri dýr geti sloppið. Saga hreindýranna á íslandi er öll önn- ur. Þau voru flutt til landsins beinlínis með það fyrir augum að auðga dýralíf þess. Segja má, að þetta hafi tekizt vel og að góður, umhverfisvanur, íslenzkur stofn sé og hafi lengi verið á norð-austur há- lendinu. Ég vil stinga uppá því, að við íslend- ingar tökum nú blað úr „hreindýrabók- inni“ og aukum aftur við dýraríki landsins á þann hátt að flytja sauðnaut til okkar, með það fyrir augum að koma upp hjörð íslenzkra sauðnauta. Áður en ég greini frekar frá ástæðum mínum fyrir þessari tillögu, skulum við fyrst rifja upp sögu sauðnautanna með ör- fáum orðum. * * ❖ Sauðnaut eru meðal hinna harðfengustu og þróttmestu dýra, sem ala aldur sinn í þeim löndum er liggja að norðurskauti. Þau eru hinsvegar hættulaus og gera eng- um manni mein, séu þau áóreitt. Náttúru- 286 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.