Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 7
fræðingar setja þau í flokk antilópu-geita, þar með eru Kletta- og Himalajafjalla- geitur, svo og steingeitur í Alpafjöllum. Nánastur er skyldleiki þeirra talinn vera við lítt þekkt dýr, sem „takin“ kallast og dvels í fjöllum norður Burina og Suður- Kína. Allar þessar tegundir virðast hafa alizt upp við ísöldina miklu og síðan, að því er segja má, fyigt henni eftir, stein- geitur og Klettafjallageitur upp að jökul- röndum eða snjófönnum háfjalla, en sauð- nautin norður á bóginn til heimskauta- landa. Engin merki munu hafa fundizt um sauðnaut á íslandi, en hér og hvar annars- staðar hafa bein þeirra fundizt s. s. í Kentucky-ríki í suðurhluta Bandaríkjanna og líka í hellum í Frakklandi. í sumum þessum hellum eru fegurstu málverk af ýmsum villidýrum þeirra tíma þ. á. m. sauðnautum, gerð af steinaldar-mönnum löngu áður en sögur hófuzt. Þegar sú veðurfarsbreyting hófst sem enn stendur yfir og ísinn hopaði norður eftir meginlöndunum, fóru sauðnautin með ísnum, eins og áður segir. Þetta hefur verið vegna þess, að þau höfðu vanizt því hag- lendi, sem þar var og er enn að finna. Á sögulegum tíma hafa sauðnaut einungis fundizt á Grænlandi og í norður Ameríku, aðallega Kanada. Ekki er ljóst hversvegna þau urðu útdauða í heimskautalöndum Asíu og Evrópu, en gizka má á, að sam- búnaðurinn við manninn hafi verið or- sökin. í Norður-Ameríku hafa eskimóar lengi veitt sauðnaut og gera svo enn, en bæði er það, að þessir eskimóaþjóðflokkar eru til þess að gera fámennir og líka, að dvöl þeirra í Norður-Ameríku og Græn- landi hefur ekki verið ýkja löng, og styttri en svipaðra veiðimanna í Evrópu og Asíu. Efalaust hafa íslenzkir menn, sem til Grænlands fóru á landnámsöld þess, þekkt og veitt sauðnaut, þó ekki fari af því mikl- ar sögur. Það má því ef til vill segja, að gegnum frændur okkar á Grænlandi hafi íslendingar haft lengri þráð samvista og Fullvaxinn tarfur. vitundar af sauðnautum, og öðru dýralífi heimskautalandanna, heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Loks slitnaði þó al- gjörlega sá þekkingar- og vitundar-þráður, sem batt sauðnautin við Evrópumenn, þeg- ar byggð Grænlendinga af norrænu kyni lagðist niður. Sauðnautin „týndust“ í móðu norðursins! Hvenær þau kornust aftur inn í vitund aðkomumanna er ekki full ljóst. Þó er trúlegt, að 17. aldar landkönnunar- menn, sem voru að leita að „norð-vestur leiðinni“, hafi kunnað að rekast á sauð- nautin í Norðaustur-Kanada. Efalaust hafa landkönnuðir 19. aldarinnar, sem voru á svipuðum slóðum í sama tilgangi, gert það. Vestur-íslenzki landkönnuðurinn og mannfræðingurinn Vilhjálmur Stejánsson, var meðal fyrstu norðurfara, sem lýstu FREYR 287

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.