Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 4
JÓNAS JÓNSSON:
BY GGÐ ASTEFNUR
og umhverfismál ■\3r^
jiifff jés
Umhverfismál eru til umræðu. Menn velta
æ meir fyrir sér samskiptum fólksins við
landið.
Fátt verður afdrifaríkara fyrir þessi
samskipti en það, hvernig við högum
byggðinni í landinu í framtíðinni. Hvaða
byggðastefnu verður hér fylgt og hvernig
tekst að framfylgja henni.
Ég nota orðið byggðastefnu í nokkuð
víðtækari merkingu en farið er að tíðka.
Við getum sett okkur mismunandi byggða-
stefnur — stefnt að meira eða minna
dreifðri byggð eða samþjappaðri og þá
í mismunandi einingum. Til að taka öfgana
til beggja enda — stefnt að borgriki — eða
haft fullkomna dreifbýlisstefnu, jafn-
byggðastefnu.
í upphafi er rétt að benda á hverjar eru
forsendurnar fyrir búsetu og mannlífi hér.
Forsendur búsetunnar eru vitanlega
landkostirnir, sem hér finnast og okkur
hefur tekist að nýta.
Það er gróðurmoldin til margskonar
ræktunar, og gróðurlendin til beitar og
annarra nytjá. Það eru fiskimiðin í kring-
um landið og þar með hin margskonar
sjávarbjörg.
Það eru árnar og vötnin til veiða og
ræktunar í þeim. Það er orkan í fallvötn-
unum og jarðhitasvæðunum, og það eru
stöku jarðefni. Og það er nú orðið líka
víðlendið sjálft og náttúrufegurðin, sem
dregur til okkar fólk.
Eitt er öllum þessum landsgæðum, —
sem eru undirstaða tilveru okkar hér, —
sameiginlegt. Þau eru dreifð um landið og
miðin, sem liggja í kringum það. Sum eru
þó flytjanleg að nokkru, en engin að öllu
leyti.
Það verður því að sækja gæðin til lands-
ins og til sjávarins. Spurningin er á hvern
hátt við gerum það — hvort við búum hér
í borgríki við Faxaflóa, en sendum fólk í
selstöður eða útver til að afla gæðanna,
líkt og Norðmenn senda námumenn til
Svalbarða, og þeir og ýmsar aðrar þjóðir
gera, sem stunda hér úthafsveiðar. Eða
hvort byggðinni verður háttað þannig, að
saman fari í verulegum mæli öflun frum-
verðmætanna og búseta fólksins.
Við skulum ganga út frá því, að mark-
mið samfélagsins verði áfram að veita öll-
um þegnunum sem jöfnust lífsgæði, — ekki
endilega sömu lífsgæði heldur jafngild.
En þá verður fólkið, sem lifir af því að
afla frumverðmætanna frá landinu og úr
hafinu, — að njóta fullrar þjónustu af
hendi samfélagsins. Það verður að njóta
jafngildra lífsgæða og höfuðborgarfólk-
ið.
Við skulum aðeins velta fyrir okkur
æskilegustu þróun byggðar í þessu ljósi.
Tökum fyrst andstæðurnar til beggja enda,
hið algera dreifbýlisþjóðfélag annars vegar
og borgríkið hinsvegar. Við það fyrrnefnda
höfum við búið í meira en tíu aldir — en
362
F R E Y R