Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 9
BJARNI GUÐMUNDSSON: r Ahrif sláttutíma og hraknings á meltan- leika þurrheys INNGANGUR Við öflun heyja er meðal annars að því stefnt að framleiða fóður, sem nýtist bú- fénu vel, fóður, sem meltist vel. Við fóðrun afurðamikilla gripa, t. d. hámjólka kúa, keppir bóndinn að því að koma sem mestu gróffóðri í hvern grip. Mikið liggur því við, að heyið sé auðmeltanlegt og lystugt. Jafnan er talið, að það fóðurmagn, sem jórturdýr fást til að eta af fúsum vilja, aukist með vaxandi meltanleika heysins, að minnsta kosti þangað til meltanleiki þurrefnis er kominn upp í 67—70% (1). Því hafa ýmsir haldið fram, að við hey- framleiðslu skuli keppt að því að afla fóð- urs, sem nái þessu meltanleikahlutfalli, því að þá muni það verða dýrið sjálft, sem takmarkar átmagnið, en ekki gæði hey- fóðursins (2). Þess má geta, að innlendar fóðurrannsóknir hafa sýnt, að meðalmelt- anleiki töðunnar á árunum 1967—1970 var um 64% (60—66%), þannig, að nokkuð skortir á, að við höfum aflað viðunandi heyfóðurs á þeim árum, ef miðað er við erlendar kröfur. í eftirfarandi greinarkorni mun verða fjallað um fyrirbæri, sem komið hefur fram í nokkrum heyverkunartilraunum, er gerðar hafa verið á Hvanneyri sl. fjögur sumur. Ætlunin er að ræða þau áhrif, sem þroskastig vallarfoxgrass og lengd þurrk- unartíma á velli hafa á meltanleika heys- ins, að vallþurrkun lokinni. Efni og aðferð Tilraunirnar voru gerðar á árunum 1969 —1972. Þær voru allar gerðar á túnspild- um, þar sem Engmo-vallarfoxgras var ríkj- andi grastegund. Jafnan voru borin á 120 kg af N á hektara. Uppskera spildnanna var í meðallagi (40—60 hkg/ha). Hér verður byggt á 6 tilraunum. Megin- tilgangur tilraunanna var að rannsaka á- hrif mismunandi meðhöndlunar heysins á velli á tap fóðurefna. Allir liðir hverrar tilraunar eru teknir með í athugunina, og eru þeir ýmist þannig, að heyið var látið liggja flatt allan þann tíma, sem heyið var til þurrks á vellinum, eða þá að heyið var varið í görðum um nætur og í óþurrkatíð. Með þessu móti fengust alls 20 tilrauna- reitir, sem heysýni voru tekin af og melt- anleiki mældur á. Hvert sýni er fulltrúi 100 m2 reits. Heyinu var snúið með hey- þyrlu einu sinni til tvisvar á dag eftir gæðum þurrksins. Meltanleiki heysýnanna var mældur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Keldnaholti með „in-vitro“ aðferðinni. Niðurstöður Áður en vikið er að niðurstöðum athugun- arinnar, sem sýndar eru á 1. mynd, verður gerð dálítil grein fyrir úrvinnsluaðferð- inni. Til þess að draga úr árferðisáhrifum, er, við samanburð á milli ára, miðað við þroskastig vallarfoxgrassins í stað dag- setningarinnar einnar. Þannig er sá dagur, þegar grösin eru talin vera að skríða, sett- ur jafn 20, og aðrar dagsetningar miðaðar við þá tölu. Nú er erfitt að segja til um upp á dag, hvenær grösin eru að skríða. í þessum athugunum var sá dagur settur sem 20, þegar um það bil helmingur plantnanna á tilraunaspildu var skriðinn. Tökum nú dæmi um, að vallarfoxgrasið hafi skriðið 1. júlí. Samkvæmt áðurnefndri skilgreiningu er þroskastig þess þann dag talið vera 20 dagar, 11. júlí er þroskastig þess talið 30 dagar, 21. júlí er þroskastigið 40 dagar, o. s. frv. Til þess að gefa hugmynd um þær að- stæður, sem tilraunirnar voru gerðar við, og þá um leið það svið, sem niðurstöður F R E Y R 367

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.