Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 13
Gömul verzlunarhús í Vestur-Grænlandi (Julianenab). Landsráðsaðiljar grænlenzkir ferðuðust hér um landið fyrir 8 árum og skoðuðu ísienzka háttu, sem ef til vill gætu orðið fyrirmyndir í grænlenzku starfi. í maí í ár komu 7 Grænlendingar og dvöldu um viku tíma hér, það var bæjarstjórnin í Ang- magssalik ásamt túlk þeirra. Angmassalik er aðeins 30 km frá Kulusuk, en fjölfarið er héðan flugleiðis á sumrin, í dagsferðir til Kulusuk, en örfáir hafa heimsótt Angmassalik því að sjóferð þangað og þaðan aftur á flugstað er tímafrek. f Angmassalik eru um 800 íbúar, en í amtinu öllu nálægt 2500 manns. f Angmassalik er enginn búskapur en aðalatvinnan er veiðiskapur. Ný við- horf er fyrirhugað að móta þar í atvinnuháttum, m. a. f jölbreyttari vinnsla fisksins sem markaðs- vöru en nú gerist. Sitthvað fleira atvinnulegs og menningarlegs viðhorfs væri ef til vili unnt að skapa þar og þróa á líkan hátt og hér hefur gerzt. Vonandi eigum við eftir að efla samskipti við þessa grannþjóð okkar, sem búin er ríkum kostum og göfugu manneðli, með sterka hneigð á sviði lista og menningarmála. G. Umhverfis Grænland er laxinn auðlind hafsins. F R E Y R 371

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.