Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1973, Side 23

Freyr - 01.08.1973, Side 23
yrðu einnig viðhöfð við 1. júní verðlagn- ingu búvara. Og með tilliti til þess, að mikill ávinn- ingur var að því að fá þá miklu kaup- gjaldsbreytingu, sem í vændum var inn í verðlagið strax og einnig hins, að meðferð verðlagsmála í yfirnefnd hefði tafið fram- kvæmd allrar verðlagsbreytingar 1. marz um nokkurn tíma, og verulegrar óvissu gætti um hver fengur yrði að öðru leyti að úrskurði yfirnefndar, þá tóku fulltrúar framleiðenda þann kost að fresta öllum kröfum um magnbreytingu til 1. sept. n. k., en fengju viðurkenningu á öllum þekktum hækkunum á verði rekstrarvara og þar á meðal fengju þeir viðurkenningu á því að taka fasteignaskattinn af bújörðum með útgjöldum vísitölubúsins. Auk þess launa- breytingar samtímis hjá bændum bæði 1. marz og 1. júní eins og hjá almennum launþegum og þeirri launabreytingu fylgdi nokkur leiðrétting á launaútreikningum, sem nam því, að laun 1. marz hækkuðu um 13,7% hjá bændum í stað 12,4%, sem var hin viðurkennda launahækkun al- mennt. Þetta var einkum vegna leiðrétt- ingar á útreikningi orlofs, en einnig af öðrum ástæðum. Verðlagið hefur því nú hækkað alls að meðaltali frá 1. september s. 1. um 20,93%, og er það mesta hækkun, sem orðið hefur í ársfjórðungslegum verðbreytingum frá því að Sex-manna-nefnd fór að vinna að verðlagsmálum. Hækkanir á einstökum gjaldaliðum í % frá haustverðlagningu eru sem hér segir: 1. Kjarnfóður .................. 41,6% 2. Áburður ..................... 26,2% 3. Viðhald og fyrning húsa.... 13,7% 4. Viðhald girðinga ............ 52,5% 5. Kostnaður við vélar.......... 11,6% 6. Flutningskostnaður .......... 18,4% 7. Vextir ....................... 7,5% 8. Annar kostnaður ............. 22,8% 9. Rafmagnskostnaður ........... 13,8% 10. Laun ....................... 19,4% í krónutölu er hækkunin samtals 229.861,00. Tekjuhliðin sýnir núgildandi einingarverð á hverri vörutegund. Mjólk, nautgripakjöt og kartöflur hafa tekið með- altalshækkun grundvallarins, en gærur hafa ekkert hækkað. Ullin hefur hækkað um rúmlega 31,2% og kindakjötið um 23,4%. Vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur hefur hækkað í vetur um kr. 1,23 pr. ltr. eða 15,1% og er nú kr. 9,38 pr. ltr. En þessi kostnaður hækkaði ekki við haust- verðlagningu. Aftur á móti hækkaði slátur og heildsölukostnaður kjöts við haustverð- lagningu úr kr. 25,25 pr. kg. í 33,50 pr. kg. eða 32,7% og hefur ekki breytzt síðan. Vaxta- og geymslugjald kjöts hækkaði s. 1. haust úr kr. 1,42 pr. kg. á mánuði í kr. 1,87 pr. kg. eða um 31,69% og hefur staðið óbreytt síðan þrátt fyrir nýorðna vaxta- hækkun og hækkun ýmiskonar annars kostnaðar, sem þetta gjald á að mæta. Nokkur hækkun hefur orðið á krónutölu smásöluálagningar og er sú hækkun eink- um miðuð við að álagningarhækkun sé nægjanleg til að mæta þeim launahækk- unum, sem orðið hafa. Þegar litið er yfir tímabilið frá 1. maí 1971 og til þessa tíma, er meðalhækkun afurðaverðs í verðlagsgrundvelli 57,88%. Mjólk, nautgripakjöt og kartöflur hafa tekið þessa sömu hlutfallshækkun. Ullin hefur hækkað 125,2%, kjötið 62,8%, en gærurnar aðeins 13,1%. Ekki er ólíklegt að gærur hækki á komandi hausti. Ekki verður að þessu sinni gerð ítarlegri skýrsla um verðlagsmál landbúnaðarins, en vísað að öðru leyti til verðlagsgrund- vallarins sjálfs svo og verðauglýsinga, sem birtar hafa verið. Reykjavík, 21. júní 1973, Gunnar Guðbjartsson. F R E Y R 381

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.