Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Síða 26

Freyr - 01.08.1973, Síða 26
Þær raddir heyrast hér eins og víðar, að eggsn frá hænsnabúunum séu nú miklu lak- ari en þegar hænsnin gengu frjáls um hlöð cg hauga forðum. Hjá öðrum þjóðum segir fólk, að hænsnakjötið hafi ekki nærri eins mikið bragð og fyrr gerðist. Þetta álit ýmissa hefur við engin rök að styðjast, segir sænski ríkisráðunauturinn í alifugiarækt. Við látum því ELIS JÖNSSON hafa orðið, samkvæmt boðskap hans í LAND í apríl s. I. slíkir kvillar eru mjög fátíðir. Á ýmsum stigum hjuggu þeir hvorir aðra í þá daga. Nú er þetta miklu fátíðara í búrunum. Betra í búrum Þegar fólk sér fugla í búrum þá hrópa ýmsir hátt um fangelsi og illa meðferð. Reynslan sýnir, að fuglunum líður þar vel og ágætlega þegar séð er um að hafa vald á hita og raka, en í nútímahúsum er hvoru- tveggja gætt við byggingu húsanna. Það er búið að prófa og margprófa það í ýmsum löndum, að hænurnar verpa mun betur í búrum en á gólfum. Það mundu þær ekki gera ef vanlíðan væri um að ræða í búrunum. Endurteknar tilraunir hafa sannað, að bezt er að hafa svo sem 4—5 hænur í búri hverju og að 400 eða í hæsta lagi 500 cm2 er hentugasta rými gólfflatar fyrir hverja hænu í búri. í byrj- un vissu menn ekki hvað bezt hentaði, en nú vita menn það og haga innréttingum með tilliti til þess, sem reynslan hefur kennt. Tilraunirnar hafa líka sýnt, að jafn- vel smábreytingar í umhverfisskilyrðum fuglanna koma fram sem sveiflur í afurða- magni þeirra svo að þar í finnst hverja þýðingu það hefur að betra og bæta að- búðina. Það hindrar náttúrlega ekki að til geta þeir verið, sem eru kærulausir um velferð dýranna, en þeir finna þá líka bezt fyrir því hvað það kostar, — þeir aðiljar tapa og gefast alltaf upp á slíkum búskap. í forsjá venjulegra og góðra hirða líður hænsnunum sérlega vel í búrum, og með efldum kynbótum og þessvegna vaxandi þörf á góðri og ágætri hirðingu og meðferð fuglanna, er ekki önnur aðferð til hýsingar þeirra betri en búrin. Sé hún lakleg eða ekki í lagi þá kemur það illa niður á af- urðamagninu. Reynslan sýnir, að magn af- urða er allt annað og miklu meira en fyrrum og þar er bezta sönnunin, sem fengin verður, fyrir ágætri líðan fuglanna. 384 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.