Freyr - 01.08.1973, Side 27
Holdafugíaframleiðslan
Með risaskrefum í kynbótastarfi hefur
verið að því unnið á síðustu áratugum að
efla stofna holdafugla og hefur árangur af
því orðið með ágætum. Kynfesta hefur
náðst og umfram allt hefur tekizt að auka
vaxtarhraða stofnanna, að nokkru með líf-
eðlislega efldum atriðum í fari fuglanna
og að öðru leyti með bættu fóðri og fóðrun.
í ýmsum löndum hafa mörg doktorsefni
lagt stund á að kanna leiðir til betrunar í
hinum ýmsu atriðum varðandi arfgengi,
ræktun og meðferð alifugla, og virkilega
hefur ýmsum tekizt að finna greiðar leiðir
til efiingar og umbóta. 20 — 30 máske 40
kynslóðir vissra stofna hafa verið ræktaðar
og bættar og endurbættar með stöðugu
úrvali og víxlfrjógvun. Þannig hefur tekizt
að framleiða fugla, sem vaxa svo sem
þrisvar sinnum örar en áður gerðist. Þeir
vaxa nú á 6-—7 vikum til sömu þyngdar
og áður gerðist á svo sem þrem mánuðum.
Um þessi efni segja ýmsir, að dauðsföllin
séu þó alltof algeng meðal þessara ört
vaxandi fugla.
Hvarvetna gildir það, að því betri og
meiri rækt, sem lögð er við eflingu dýra
til aukinna afurða, þeim mun meiri ná-
kvæmni verður að gæta við alla meðferð
þeirra og hirðingu. Þar sem nokkuð skortir
á slíkt er auðvitað eðlilegt, að dauðinn
berji að dyrum oftar en æskilegt þykir í
fuglabúi þess, sem vantar natni og ná-
kvæmni. Hinu má þó ekki gleyma, að þeg-
ar farandkvillum er afstýrt er mikilli
hættu bægt frá búi. Nú er farið að gera
unga ónæma fyrir vissum aðsteðjandi
hættum frá smitandi kvillum og verður
það að teljast framför svo um munar. Fyrir
10 árum var talið eðlilegt, að dauðsföll 1
holdaungum til kjötframleiðslu væri svo
sem 5%. Nú eru eðlileg afföll á sama skeiði
um 3%. Fyrir nokkrum árum var um að
ræða talsverða notkun fúkkalyfja við í-
blöndun í kjúklingafóður. Þá risu ýmsir
upp og töldu það óhæfu vegna þess, að
þar með væri hætta á ferðum fyrir fólk,
sem neytti kjúklingakjöts og hefði ofnæmi
fyrir fúkkalyfjum. Þetta fyrirbæri er nú
úr sögunni, það er tekið fyrir notkun lyfja,
sem þessir annmarkar fylgja.
Gæði afurðanna
Stundum heyrist, að síðan farið var að
hafa hænurnar í búrum hafi eggin allt
annað bragð og minni gæði en gerðist í
gamla daga. Og sama sagan er endurtekin
þegar um ræðir kjöt af kjúklingum eða
hænsnum.
Það væri raunar ástæða til að spyrja
hvort fjóshaugabragðið hafi verið betra í
þá daga er hænsnin gengu þar og á sorp-
haugum til að safna fæðu. Rannsóknir á
þessum fyrirbærum hafa verið gerðar víða
— og endurteknar í ýmsum löndum, bæði
að því er snertir bragð og næringargildi.
Bretar hafa gert umfangsmiklar rannsókn-
ir á eggjum frá hænum í búrum, á gólfum
og frá útivist í frelsi umhverfisins. Hvorki
bragð né gæði voru staðfest eftir umhverf-
isskilyrðum fuglanna.
Hinsvegar mun það staðreynd, að kjöt
af kjúklingum var bragðmeira fyrrum
þegar þeim var slátrað þriggja mánaða
gömlum eða eldri, en nú aðeins 6—8 vikna.
Það er lögmál náttúrunnar, að kjöt allra
skepna verður bragðsterkara með aldri
þeirra. Á hinu leytinu er það rétt, að hægt
væri að auka bragð kjöts af ungum kjúkl-
ingum á þann hátt að láta fuglana hanga
dauða með öllum innyflum svo sem tvo
daga eða lengur, en af hreinlætisástæðum
þykir viðeigandi að aflífa og hreinsa fugl-
inn á nokkrum mínútum og senda hann
svo beint í kæli eða frystingu hið skjót-
asta, enda þótt bragðið verði þá annað og
minna en ef geymt væri. Því miður er
ekki alltaf auðvelt að samrýma allar óskir,
og hér þá bragð og hreinlætisatriði. En
huggun er, að það er svo margt á okkar
tímum, sem hægt er að nota til þess að
bragðbæta vöruna við matreiðslu.
F R E Y R
385