Freyr - 01.08.1973, Síða 30
Stofnkostnaður - Vinnusparnaður
Aldarfjórðungur er nú síðan ég hóf máls á
því hve mikils væri um vert að haga fjós-
byggingum þannig, að dagleg störf væru
auðunnin. Ég kom þá í allmörg fjós, sem
sum voru talin afbragð og fyrirmynd ann-
arra að flestu fyrirkomulagi og auðvitað
voru þau með ýmsu sniði, sem þá voru reist,
og allt öðruvísi en hin, sem flestir höfðu
vanizt á uppvaxtarárum og allt fram yfir
lok styrjaldar 1945.
En straumur tímans stöðvast ekki. Á 25
árum getur margt skeð, ekki sízt ef rann-
sóknir og tilraunir eru knúðar fram af
vilja almennings til þess að prófa nýtt og
betra en hið gamla.
Á landbúnaðarsýningunni 1947 var til
sýnis líkan af fjósi, sem bygginganefnd
sýningarinnar lét þá gera í mælikvarða
1:10. Módelið kostaði yfir 2000 krónur og
þótti mikið þeim, sem sjá áttu um fjármál
sýningarinnar. Það var gert að tillögu und-
irritaðs og Teiknistofu landbúmaðarins og
þótti ýmislegt þar eftirtektarvert, en sum-
um fannst þar sýndar fjarstæður, sem ekki
hæfðu okkar skilyrðum. Ég veit ekki hve
mörg tvístæðufjós voru hér á landi við
stríðslok 1945, ég kom í eitt og svo annað
er var þverstæðufjós, þ. e. gangur við aðra
hlið og stéttir útfrá til hliðar milli stuttra
básaraða.
Nokkuð var það, að aðkast úr ýmsum átt-
um fékk ég fyrir að reyna að koma svona
„vitleysu“ á framfæri. Og ekki linnti því
þegar ég, árið 1948, árið eftir landbúnaðar-
sýninguna, fékk hingað forstöðumann
sænsku byggingatilraunastofunnar land-
búnaðarins, Alrik Örborn, til þess að gera
— þeim er heyra vildu — grein fyrir hvað
þar í landi væri aðhafst til þess að bæta,
efla og treysta allt, sem tilheyrði fyrir-
komulagi sveitabygginga, m. a. með tilliti
til vinnuhagræðingar. Hann kom hingað á
mína ábyrgð, Búniaðarbankinn veitti 2000
króna aðstoð, Hafnarfjarðarbær 3000 krón-
ur, en í þeirri upphæð var andvirði teikn-
inga að byggingunum, sem bærinn hóf að
reisa í Krísuvík, en lauk aldrei við og al-
drei komu í notkun.
Ég hafði reiknað með, að máske fengizt
fjármagn úr öðrum áttum til þess að stand-
ast straum af komu ráðgjafans að öðru leyti,
en það brást. Minn eigin hlutur að komu
hans nam því um það bil launum mínum í
hálfan annan mánuð að því er bein útgjöld
snerti, en þar að auki varði ég sumarfríi
mínu að nokkru til þess að ferðast með hon-
um.
Og svo fékk ég að auki nokkur um-
vöndunarorð frá stjórn þeirrar stofnunar,
sem ég starfaði hjá, fyrir að vasast í vitleysu
eins og þessari og mér var lofað því, að
vitleysurnar skyldu bremsaðar.
Það var eina viðurkenningin sem úr
þeirri átt kom og aðstoðin við að koma hér
á framfæri þeim nýju viðhorfum, sem þá og
síðan hafa mótast í byggingamálum útihúsa
hér á landi. Undirtektir Teiknistofu land-
búnaðarins voru á allt annan veg og þess-
vegna hefur málið haft byr.
En hvað um allt þetta? Það er svo sem
enga raunasögu að rekja síðan, og engin
ástæða til þess að telja eftir nokkurra vikna
laun sem til þessa fóru úr því að málið allt
fékk sína þróun og framrás til nýrra við-
horfa. En segja má hverja sögu eins og hún
gengur.
* * *
388
F R E Y R