Freyr - 01.08.1973, Side 31
Það var líka um sömu rnundir sem ég
kom því á framfæri í FREY, að 10 — 12
kýr væru máske nóg hlutverk og ærið starf
að hirða um að öllu leyti í gömlum fjósum,
en nýju fjósin þyrftu að vera þannig frá
gengin og aðstaða þannig til þess að ná
fóðrinu úr hlöðu hversdagslega, að það yrði
ekki erfitt verk fyrir einn að annast að
öllu leyti um 20 gripi.
í möppum hjá mér liggja enn mörg bréf
frá þeim árum, frá mönnum, sem segja það
skýrt og skorinort, að þetta sé ofætlun öll-
um mennskum mönnum og að ég verði að
dæmast úr leik sem leiðbeinandi, er fari
með slíkt fleipur.
Svo langt gekk það til eitt sinn—það eru
mörg ár síðan — að útgáfustjórn FREYS
svaraði einu slíku bréfi, sem beint hafði
verið til ritsins, þess efnis, að vitleysur
ritstjórans um þessi efni yrði að stöðva.
Réttilega var þá hægt að benda bréfritara
á, að þá þegar væru til hér á landi fjós, sem
hýstu 20 — 30 gripi innan veggja og að ein-
um manni veittist ekki erfitt að hirða þá
með heiðri og prýði.
Þróun eða bylting
Það skeður sitthvað á aldarfjórðungi
Síðan þetta skeði hef ég setið marga fundi
og ráðstefnur erlendis þar sem fagmenn á
sviði bygginga og búfjárhirðingar hafa gert
grein fyrir hvað miðar til framfara og hvað
er framundan í því er varðar byggingar
sveitanna, það, er geti gert þær fullkomnari
og auðveldari að vinna í.
Það skeði í Jönköping fyrir nokkrum
árum, að þar var stór alþjóðaráðstefna um
þessi mál. Þar var margt nýtt á dagskrá í
myndum og máli. Þar fullyrti einn bygg-
ingafræðingurinn, að nauðsynlega yrði að
komast það langt í tækninni, að einum
manni yrði gert fært að hirða um að öllu
leyti, við fóðrun, mjaltir og hirðingu alla,
100 kýr að minnsta kosti. Sjálfvirkni þyrfti
auðvitað að vera með í flestum atriðum en
þetta hlyti að verða markmiðið. Mér varð
á að hugsa til þeirra daga, er hellt var yfir
mig atyrðum fyrir að ætla einum manni að
hirða að öllu leyti um 12 kýr, að maður ekki
ræddi um 20. En virkilega er tæknin komin
það vel á veg, að hver veit nema þetta tak-
ist, jafnvel á svo norðlægri slóð og við
vetrarríkri sem hér á íslandi. Telzt þá til
fjósamennsku að taka fóðrið 1 hlöðu, koma
áburði í haughús og mjólkinni 1 tank.
Um leið og þetta er rætt er ekki úr vegi
að segja hér frá hvernig þetta horfir frá
bæjardyrum annarra. Annarra reynsla er
líka reynsla.
Danskt málgagn þeirra, sem rækta kúa-
kyn það, er heitir JRESEYKÝR, heitir rétt
og slétt Jerseyblaðið. í þessu tímariti þeirra
er grein, er birtist fyrir nokkru, ásamt
teikningu af nýju fjósi en greinin er ein-
mitt um fjósið. Er ekki óviðeigandi að koma
greininni fyrir sjónir íslenzkra lesenda og
birtist hún því hér í þýðingu. Greinin heit-
ir:
Gott fjós með litla vinnuþörf
Talsverður áhugi er þessi árin fyrir endur
bótum og nýbyggingum peningshúsa, því
að skilningur manna vex á því, að til þess
að geta búið við nautgriparækt verða menn
að geta hugsað um fleiri gripi hér eftir en
hingað til, það hlýtur að krefjast minni
vinnu að hirða um hvern grip en verið hef-
ur.
Allar byggingar útihúsa hljóta að miðast
við það í fyrstu röð, að vinnan í þeim verði
að öllu leyti sem auðveldust og svo má nátt-
úrlega ekki gleyma að búa svo um, að
skepnunum líði þar sem allra bezt.
í fjós af þessari gerð kom ég nýlega hjá
Niels Bjerre, bónda á Stangarkri við Hjörr-
ing. Þetta er allstórt fjós, reist 1964. Gólf-
flötur þess er 430 m2 og í því er rúm fyrir
46 mjólkandi kýr og 37 kvígur. Þetta er
ljómandi gott fjós, vel loftræst og kúnum
líður þar ágætlega, það sýna vaxandi af-
urðir þeirra.
Árið áður en kýrnar komu í nýja fjósið
var meðalmagn afurða þeirra 224 kg af
smjöri en kýrnar voru þá 30. Árið eftir að
F R E Y R
389