Freyr - 01.08.1973, Síða 32
byggt var voru í fjósinu 34 kýr,sem gáfuað
meðaltali 238 kg smjör og á næsta ári þar á
eftir voru afurðirnar 252 kg smjör að með-
altali eftir 37 kýr, en árið 1967 voru kýrnar
42 og meðalafurðirnar 260 kg smjör.
Fjósið er byggt hornrétt á hlöðuna, en
undir þaki hennar er komið fyrir mjólkur-
húsi, rófnaklefa, hey- og hálmrými, og vot-
heyshlöðu. Fjósið, með öllum búnaði og
öllu tilheyrandi, kostað-i 68.000 danskar
krónur (þ. e. rúmlega 1 milljón ísl. kr.) en
þá er mjaltalögn með öðrum búnaði ekki
talið með.
Fjósið er byggt með ristaflór, kýrnar
standa í tveim röðum og kvígurnar eru í
þriðju röðinni.
Lítum nú á vinnuþörfina og vinnuskil-
yrðin í þessu fjósi, þau mál varða svo miklu
á vorum tímum og efnahagsleg afkoma
við mjólkurframleiðslu er þeim mjög háð.
Ræsting fjóssins er auðveld, því að einu
sinni á dag er farið um ristamar yfir flór-
unum og hreinsað þar, svo að þær stíflist
ekki, en kýrnar voru hreinar og blettalaus-
ar og þó voru þær ekki kembdar frá því um
jól og þar til í byrjun febrúar.
Það var 10 mínútna verk á dag að hirða
kvígurnar 37 og gefa þeim. í þessu nýja
fjósi er það að meðaltali 5% — 6 stunda
vinna að hirða um að öllu leyti þessar 46
kýr og 37 kvígur. (Sjá myndina).
Um þetta segir Niels Bjerre sjálfur:
Þegar ég keypti jörðina árið 1961 var allt
hér vel hirt og umgengni í fínasta lagi.
Fóðurmeistari hirti 28 kýr. þetta vom mest
Jerseykýr en líka nokkrar rauðar. Við vor-
'um vön þeim rauðu og fannst bezt að hafa
þær með, en því hættum við nú. Fjósið var
dálítið þröngt og illt að hirða í því — fyrir-
hafnarsamt, svo að kona mín þurfti að að-
stoða 2 — 3 stundir á dag við fjósverkin.
Því var um tvennt að velja, að farga
kúnum eða byggja nýtt fjós. Úrlausnin varð
ný fjósbygging og við erum hæstánægð
yfir því, mesta erfiðið við fjósverkin hvarf
þegar nýja fjósið kom í notkun. Mykjan
fellur í flórinn, svo er hún horfin og við
höfum rörlögn, mjólkin fer því beint í
tank og úr honum er henni dælt í flutninga-
tankinn á bílnum, svo að við þurfum ekki
að koma nærri mjaltafötum né ræstingu
þeirra. En við bgginguna veltur á öllu, að
hafður sé fingur á púlsinum svo að rétt
sé að farið þegar raða skal hlutunum
til hagræðis fyrir dagleg störf. Fóðurgang-
ar þurfa að vera það breiðir, að um þá megi
aka með vélknúð tæki og vagna.
í gamla fjósinu eru nú kálfar og svo höf-
um við nýbyggt hús yfir svínin, og nú er
hægt að lifa af framleiðslunni.
Þeir eru ýmsir, vonandi margir, sem á
þessum tímum hagræða byggingum þannig,
að vinnuþörfin verði sem minnst og fram-
leiðslan sem ódýrust.
❖ ❖ ❖
Þetta er þá greinin, undirrituð H. B.
Hér um ræðir venjulegt básafjós þar sem
kýrnar standa í tveim röðum en kvígur,
mismunandi að stærð á mismunandi bása-
lengd, mynda þriðju röðina. Breidd bygg-
ingarinnar er rúmlega 14 metrar en lengd-
in 30,75 m. Þess má geta sérstaklega, að
til viðbótar því ljósi, sem kemur um hlið-
arglugga, lýsir um glugga á þaki (plast-
plötur) sem ljóskastarar eru undir á fimm
stöðum yfir stétt og gangi. Og svo er vert
að veita því eítirtekt, að um mitt fjós,
hornrétt á flórana þrjá, er í gólfi stein-
pípa, 50 cm í þvermál, 1 hana sígur áburður
úr flórunum þremur, frá báðum endum,
og flytzt eftir henni í safnþró utan fjóssins.
Þetta var sagan um það fjós.
Okkar skilyrði
Niðurröðun hlutanna þarf öll að miða til
framfara. Auðvitað erum við líka á þeirri
leið en gömul fastheldni og fordómar hafa
allt of víða tafið okkur á leiðinni. Og sér í
lagi hefur ófullkominn frágangur verið
auðkenni okkar allt of oft og til nýrra við-
horfa ekki verið skyggnzt sem skyldi. Því
hefur einatt verið um kennt, að hér hafi
aldrei neinu verið varið til tilrauna í bygg-
ingamálum. Það er engin afsökun. Vissu-
390
F R E Y R