Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 35
mín, stóð við skrifborð mitt og sagði: „Þér
finnst ég vera óhagsýn með því að kaupa
humar.“ Ég svaraði, að það hafi nú ekki
verið ætlan mín að særa hana, en því
svaraði hún, að auðvitað væri rýmilegt að
ég segði eins og mér byggi í brjósti. Og
hún hélt áfram:
„Ég bið þig að skilja það, að hjá mér er
matur fremri öllu, ekkert er honum
fremra, þar næst er það matur og ekkert
annað og ennþá matur. Þessu máttu trúa,
ég segi ekki ósatt, og þegar ég segi, að ég
leitaði í sorptunnum í Þýzkalandi á stríðs-
árunum og varð himinlifandi við að finna
bara eina kartöflu, þá er máske auðskilið
að maður kann að meta matinn, og það
viðhorf getur enginn frá mér tekið.
Fyrst var bernskuheimili mitt bombu-
sprengt, síðan mitt eigið heimili, þá var ég
nýgift, og að endingu varð ég að láta ríkið
hafa giftingarhringinn minn. Ég mun
aldrei — aldrei, safna því, sem ég hef ekki
þörf fyrir, en maturinn er mér nauðsyn“.
Úrsúla kom til Svíaríkis með einum af
hvítu vögnum Bernadottes. Hún var svo
horuð þá, að handleggir hennar voru eins
og á þriggja ára barni og langt auðkenni
á armi, merki úr fangabúðunum.
Síðan þetta skeði hefur mér oft orðið á
að minnast orða Úrsúlu. Nú hefur fólk allt
á hornum sér rétt eins og maturinn sé bara
ill nauðsyn. Mér finnst að við ættum að
vera þakklát fyrir að fá góðan og heil-
næman mat, en fara ekki að eins og kon-
urnar á Skarshólmanum, sem ósköpuðust
yfir mjólkurverðinu.
Við höfum efni á að aka bifreið, reykja,
kaupa snyrtivörur og fegrunarlyf, og
margt og margt annað, en hið háðuglega
er, að í sorptunnurnar fer mikill matur.
Það bar við fyrir tveim árum, að heim-
ilisráðunautur nokkur gekk um vissar göt-
ur að kvöldi dags og aðgætti hvað var í
sorptunnunum. Þar var mikill matur. Hvað
svo um þetta?
Vantar virkilega leiðbeiningar til þess að
fólk læri að nota matvælin á réttan hátt?
Svo virðist sem í skólum sé talið nauð-
synlegra að læra að aka bifreið, meira að
segja er rætt um að gera það að skyldu-
grein í skólum.
Við framleiðum meira af korni en við
þurfum til eigin nota þessi ár og það er
talið óþurftarfyrirbæri. En er ekki bara
gott að geta hjálpað sveltandi þjóðum þar
sem uppskerubrestur er? Hver veit nema
ógæfa á því sviði komi yfir okkur að ári?
Og svo þetta: Er maturinn dýr? Ég held
ekki. Fyrst þarf bóndinn að fá sitt, slátr-
arinn og mjólkurvinnslustöðin þurfa líka
að fá sinn hlut, svo þarf að dreifa vörunni,
heildsalinn og smásalinn fá sitt og svo
kemur söluskatturinn ofan á allt saman,
að ógleymdum umbúðunum og söluskatti
á þær. Víst er það margt, sem innifalið er
í matvælaverðinu.
Matarglöð og þakklát húsmóðir,
Sonja Petersen, Vikingstad.
Eftirskrift.
Greinarkorn þetta birtist í sænska blaðinu LAND
í október sl. Það virðist viðeigandi að snara því á
okkar mál ef vera mætti að einhverjir eða ein-
hverjar hugleiddu nánar það efni, sem hér um
ræðir.
F R E Y R
393