Freyr - 01.08.1973, Page 37
Þverrandi neyzla
mjólknr og mjólkur-
iðnvöru í Evrópu
í LANDSBLADET birtist í marzmánuði
grein, sem greinilega gaf til kynna litla
hrifningu yfir viðhorfi Dana til markaðs-
mála innan Efnahagsbandalagsins. Þar
segir frá því, að neyzla mjólkur og iðnvöru
úr mjólk fari ört minnkandi í Efnahags-
bandalagslöndunum og að smjörfjallið,
sem þá var feiknastórt á sama svæði, veki
ugg meðal danskra bænda, sem stunda
mj ólkurframleiðslu.
Staðreyndir í þessu efni eru, að smjör
hefur hlaðizt upp í geymslustöðvum
bandalagsþjóðanna að undanförnu, fyrst
og fremst af því, að framleiðslan hefur
vaxið, einkum í Hollandi, en einnig vegna
þess, að neyzla hefur minnkað svo um
munar. Hollendingar borðuðu sjálfir að-
eins 2,8 kg smjör á mann árið 1970 eða
aðeins helming þess, sem gerðist fyrir 5
árum. Til samanburðar má geta þess, að
Finnar borða 14,2 kg, írar 12,4 kg og Danir
9 kg á mann árlega. í þessu sambandi má
geta þess til samanburðar, að íslendingar
borðuðu 7,5 kg smjör að meðaltali á mann
árið 1972, en minnst hefur ársneyzlan hér
orðið rúmlega 5 kg á mann. Þess er getið
um leið, að smjörneyzlan sé hjá flestum
þjóðum minnkandi, það gerir minnkandi
erfiðisvinna, vélarnar hafa tekið við erf-
iðisverkunum, já, og svo eru húsin vel
hituð á vetrum, áður brenndu líkamar
manna til þess að viðhalda líkamshitanum.
Á móti minnkandi smjörneyzlu kemur
hinsvegar ofurlítill vöxtur í rjómaneyzlu á
sömu svæðum. Mun sú aukning stafa af
vaxandi neyzlu á rjómaís.
Ostaneyzla er stöðugt talsverð og sum-
staðar vaxandi, einkum í vissum borgum.
í Þýzkalandi er ostaneyzlan að meðaltali
um 5 kg á mann um árið, en í Vestur-
Berlín borða menn 8 kg að meðaltali og
í Suður-Þýzkalandi aðeins 3 kg.
Mjólk er drukkin í mjög misjöfnum
mæli frá landi til lands, enda er hún vand-
fengin í ýmsum borgum og víða er öl
drukkið í stórum stíl og mjólk er víða
dýrari en sumar aðrar neyzluvörur, eink-
um þar sem flytja þarf mjólkina um lang-
vegu, og svo er mikill vandi að varðveita
mjólk gegn skemmdum á sumrum þegar
miklir hitar eru eins og gerist á megin-
landi Evrópu, en það hefur áhrif á neyzlu-
magnið.
í sambandi við mjólkurneyzluna er frá
því sagt, að súrmjólkurmarkaður eflist að
mun, en það mun standa í nánu sambandi
við framleiðslu Yoghurt, sem hefur náð
verulegri útbreiðslu á umræddu svæði
í sambandi við þessa vöru, framleiðslu
hennar og neyzlu, er þess getið um leið,
að hún sé ekki markaðsvara að ráði nema
í umhverfi framleiðslustöðva, og markað-
ur súrmjólkurvöru, af einu eða öðru tagi,
því ekki til umræðu né framkvæmda milli
landa á bandalagssvæðinu.
Að því er smjörið snertir gera Danir sér
vonir um að njóta sérstæðra kjara á mark-
aði vegna þess, að allt til þessa hefur
danskt smjör verið talið öllu öðru betra
og því selzt í sérflokki og fyrir hærra verð
en allt annað smjör. Um ostinn segir, að
þar sé um að gera að framleiða til sölu
þær tegundir, sem neytendur sækjast helzt
og mest eftir.
F R E Y R
395