Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1983, Page 25

Freyr - 15.06.1983, Page 25
Mynd 12. Eldistilraunaslöð við Litluá. Vatninu er dcelt upp í loftunarsúlurnar tvœr t. v. á myndinni. Þaðan safnast það í hinn lárétta vatnsgeymi, en frá honum rennur vatnið i eldisker með iaxaseiðum inni í skúrinum. á botn. í lok september fer súrefni minnkandi á 6—8 m dýpi, og heldur áfram að minnka þar til í lok nóvember, að það tekur skyndilega að aukast. Þessi aukning á súrefni kemur eftir að norðan fárviðrið gekk yfir í lok nóvember. Hefur þá endurnýjun og blöndun vatns náð frá yfirborði niður í 8—9 m dýpi. Þessari aukningu á súrefni fylgir minnkun á seltu eins og áður er um getið. Með auknu innstreymi á sjó í Innra-Lón, minnkar hættan á að eldisúrgangur valdi súrefnisleysi þar. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með súrefnismagni í Innra-Lóni, því að snöggar breytingar geta orðið, einkum ef rennsli um ósinn breytist. Helstu annmarkar á laxeldi í Lóni. Breytingar á innstreymi í Lón valda því að nú á sjór greiðari aðgang að Innra-Lóni en áður. Þannig verður endurnýjun salta vatnsmassans í Innra-Lóni örari en áður, einkum yfir vetrarmán- uðina. Þessi endurnýjun veldur því að varmi frá sumarmánuðun- um geymist ekki eins og áður, þannig að hitastig í saltlaginu lækkar örar yfir vetrarmánuðina. Þannig eykst hættan á að hitastig fari undir hættumörk. Því er nauð- synlegt að fylgjast vel með hita- stigi, einkum á tímabilinu desem- ber—febrúar, til að geta betur gert sér grein fyrir raunverulegri hættu á ofkælingu. Með auknu eldi eykst magn úrgangs. Aukinn eldisúrgangur getur valdið súrefnisleysi og skapað vandamál við fiskeldið. Það er því nauðsynlegt að fylgjast vel með súrefnismagni á mismun- andi dýpi í Lóni, og hafa á taktein- um aðferðir til að fjarlægja eldis- úrgang af botninum ef með þarf. I hvassviðri vill ísing oft setjast á búrin og þarf þá að hafa mann- skap tiltækan til að berja hann af. Þá getur ísrek valdið skemmdum á búrunum, en nú er reynt að hefta það með því að strengja stálvíra með flotum fyrir búrin. Volgar lindir viö Litluá hjá Skúlagarði. Undan syðri bakka Litluár, norður frá Skúlagarði, sprettur nú fram mikið magn lindarvatns með hitastigi frá um 12—14°C allt árið um kring. Efnaeiginleikar þessa vatns eru sérstaklega hagstæðir fyrir fiskeldi. Súrefnismettun er um 90%. Eini annmarki vatnsins er sá, að það er yfirmettað af köfnunarefni og því nauðsynlegt að eyða slíkri yfirmettun með hæfilegri loftkun. Það vatn og það land sem hér um ræðir er í landi jarðanna Krossdals og Árdals. Eigendur þessara jarða stofnuðu með sér félagsskap er ber nafnið Krossdal- ur hf., í þeim tilagangi að fullreyna með eldistilraun á laxa- seiðum, hvort lindarvatnið væri vel hæft til fiskeldis. Tilraun þessi var gerð í samvinnu við Fiskifélag íslands. í þessu skyni var sett upp sú tilraunaaðstaða, sem getur að líta á mynd 12. Voru eldistil- raunirnar framkvæmdar sumrin 1981 og 1982 og lokaniðurstaðan sú, að umrætt lindarvatn sé sér- staklega vel hæft til laxeldis, eftir að það hefur verið loftað, en til þess verður að dæla því í nokkra hæð. Ókannað er hve mikils magns af volgu lindarvatni mætti afla á þessum stað, en ekki sýnist ólík- legt að það gæti orðið 1000—2000 lítrar á sekúndu. Ekki hefur held- ur verið áætlað hve mikið af lax- gönguseiðum mætti framleiða í eldisstöð við Litluá, en ljóst er að framleiðslan gæti skipt milljónum seiða. Með því að ala seiðin í 10— 12 g stærð í eldisstöð við Litluá, og ala seiðin síðan áfram í flotbúrum í Lóni, mætti enn auka mjög á framleiðslugetu þess svæðis. Má ætla að á þessu svæði mætti þannig framleiða að minnsta kosti 10 milljónir seiða til hafbeitar. Á þessum tölum má sjá að fisk- eldis- og fiskræktarmöguleikar í Kelduhverfi eru miklir. Vanda- málið snýst hins vegar ekki um seiðaframleiðslu, heldur þarf ákveðin prósenta þessara seiða að skila sér af hafi til að hafbeitin geti orðið arðbær. Ljóst er að enn skortir mjög á rannsóknir í þess- um efnum og enn er langt í land að hægt sé í alvöru að tala um hafbeit sem atvinnugrein. Á vegum ISNO félagsins var sleppt til hafbeitar 20 þúsund laxaseiðum sumarið 1981, og öðrum 20 þúsundum sumarið 1982. Árangur þessara hafbeitar- tilrauna er enn ekki kominn í ljós, FREYR — 473

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.