Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 29

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 29
1. mynd. Viðbrögð við úrvali að háum og lágum fótum. Edinborg 1955-1974. Ár fyrir að auka ullarmagnið í 3 kg og fá 80% ullarinnar í úrval og 20% í I. flokk. Nú fer aðeins um 1% af öllu dilkakjöti í landinu í stjörnutlokk. Eigum við þá að leggja ofur- kapp á að breyta fjárstofninum alfarið í það að fá lágfætt lömb og þéttbyggð, sem uppfylla kröfur til stjörnuflokks? Eigum við að ganga svo hart fram í kjötkynbótunum, að hrútar sem gefa illgul lömb séu settir á sæðingastöðvar og látnir stórspilla ullargæðum um allt land, en ullar- góðir hrútar, eins og Bekri 73 (956) frá Reykhólum, sem getur aukið ullarmagn, stórbætt ullarlit og gefur óvenju þroskainikil af- kvæmi, sé lítið notaður vegna þess að hann hefur 1 cm of langan fótlegg eða nánar tiltekið 134 mm legg? Afurðir Reykhólafjárins í kjöti. Mikil ull Reykhólaánna hefur síður en svo dregið úr annarri afurðasemi þeirra. Allt féð á Tilraunastöðinni á Reykhólum hefur verið á skýrslu Fjárrætarfélags Reykhólasveitar undanfarin 6 ár, þ. e. tímabilið 1977-1982. A þessu tímabili voru að meðal- tali 255 ær frá Tilraunastöðinni á skýrslu á ári. Að meðaltali fæddust 169 lömb eftir 100 ær á skýrslu á stöðinni þessi ár, og kjöt eftir á, sem kom upp lambi var að meðaltali 25,6 kg- Flliðstæðar tölur fyrir félagið í heild voru 161 lamb fætt eftir 100 ær á skýrslu og 24,2 kg kjöts eftir á, sem kom upp lambi. Þess ber að gæta, að ærnar á Tilraunastöðinni eru tæpur fimmti hluti af öllum ám í félaginu þessi ár, og stöðvarærnar hækka meðal- tali félagsins. Yfirburðir ánna á Tilraunastöðinni yfir annað fé í félaginu hafa því verið nálægt 10 fædd lömb eftir 100 ær og 1,7 kg kjöts eftir á sem kom upp lambi þessi 6 ár. Reykhólaærnar hafa því átt fleiri lömb en aðrar ær í félag- inu, og lömb þeirra hafa auk þess verið vænni. Yfirburðir í kjöti eftir á sem kom upp lambi hafa verið tæp 8%, en yfirburðir í fjölda fæddra lamba rúm 6%. Valið háfætt og lágfættfé í Skotlandi. Er val að lágfættu og þéttbyggðu svo ábatasamt, að það eigi að sitja fyrir öllu öðru? Við skulum aðeins líta á tölur úr skoskri tilraun, þar sem valið var að háum og lágum fótum í Svart- höfðafé í 20 ár. Það er löngu vitað, að stuttum fótlegg fylgir þétt byggingarlag og bráðari þroski, sem felst í því, að lágfætt lömb fara fyrr að safna fitu og verða slátrunarhæf við lægri fallþunga en háfætt lömb. Sir John Hammond í Cambridge og dr. Halldór Pálsson sýndu fram á þetta samband fyrir meira en 40 árum. Pá var blómaskeið þétt- byggðu fallanna í Bretlandi, og þá mátti lambakjötið vera feitt. Árið 1954 hóf Animal Breeding Research Organisation (ABRO) í Edinborg í Skotlandi tilraun, þar sem valið var að lágum fótum í einum hópi Svarthöfðafjár, að háum fótum í öðrum og þriðji hópurinn, óvalinn, var hafður til samanburðar. Fótleggjalengdin var leiðrétt fyrir mismun í þunga lambanna, áður en valið var, þannig að stefnt var að því að þunginn breyttist ekki við úrvalið heldur einvörðungu fótahæð og þar með byggingarlag. Ýmsar upplýsingar úr þessari tilraun birtust í ársskýrslu ÁBRO 1980, og mun þeim lýst í stórum dráttum hér á eftir. Þess ber einnig að geta, að dr. Sigurgeir FREYR — 477

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.