Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 8

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 8
Tónninn Játvarður Jökull Júlíusson Nú verða bændur að verja rétt sinn Ekki er einleikið hvað Sjávarútvegsráðuneytið veður uppi með valdníðslu og yfirgangi á hendur bændum og lœtur sem forn réttur þeirra, gamlar hefðir, lögmál lífs og náttúru, séu ekki til. Sjávarútvegsráðherra er á rangri línu, haldi hann að ráðuneyti hans megi ráðslaga tneð selveiðar eftir þess höfði. Alveg eins gætu þeir kumpánar sagst eiga yfir að ráða æðarfugli, bjargfugli, laxi og sil- ungi, af því þær skepnur skapar- ans geta synt á og í sjó. Selveiði er hlunnindi sem fylgja og hafa fylgt bújörðum frá ómunatíð. Selveiði er metin til hlunninda í fasteignamati, er hluti af verði jarðanna, fastur gjald- stofn bæði í eignaskatti og fast- eignagjöldum, alveg eins og lax- veiði, æðarvarp og reki. Af þessu leiðir það og liggur óuntflýjanlega í hlutarins eðli, að drepi aðvífandi og óviðkontandi menn seli, þá samsvarar það alveg laxveiðum Færeyinga um höfin víð og samsvarar líka því þegar veiði- þjófar drepa æðarfugl. Það er fé- lagsskapurinn sem Hringorma- nefndin og Sjávarútvegsráðuneyt- ið eru í. Tilvera landsels og útsels er bundin landinu ámóta óumflýjan- lega eins og tilvera lax og göngu- silungs er bundin landinu, þ. e. fersku vatni í ám og lækjum á landi. Þetta er atriði sem skiptir sköpum og ræður úrslitum. Fram hjá því verður ekki gengið nema allt réttlæti sé fótum troðið. Útsel- urinn kæpir á úteyjum og út- skerjum fyrir ofan flæðarmál. Þangað fara urturnar til að láta kópana sjúga og ala þá þar upp allt þangað til þeir fara úr fæðing- arhárunum. Þeir alast upp uppi á landi. Nokkuð áþekkt er hjá landseln- um. Urturnar kæpa á skerjunr í vogum og sundum næst landi og skríða á land upp í hvert sinn sem kóparnir þurfa að sjúga. Þeir alast því einnig uppi á landi og verða vanabundnir æskustöðvunum og fastheldnir við þær eins og aðrar skynsamar skepnur. Við brim- ströndina á landselurinn líka stöðvar uppi á söndunum og enn- fremur á sandeyrum uppi í stór- fljótunum. Gegnir þar nákvæm- lega sama máli um uppeldi kóp- anna. Það styðst við landið, bygg- ist á því. Rétt hlunnindabænda má ekki bera fyrir borð, né fótumtroða hagsmuni þeirra. Þar mega hagsmunasamtök bænda og fé- lagssamtök ekki bregðast, heldur þurfa þau að rísa ótrauð upp til varnar. Og það sem meira er. Þarna á Landbúnaðarráðuneytið að láta til sín taka og að sér kveða og stoppa af frekjudólgana í Sjáv- arútvegsráðuneytinu. Segja: Hingað og ekki hóti lengra. Enginn bóndi né heldur nokkur aðili sem á að vernda rétt bænda, má hugsa sem svo: Ekkert verð fæst fyrir selskinn lengur. Þess vegna þýðir ekkert að veiða sel, þess vegna tekur því ekki að skipta sér af því þótt aðrir taki í taumana. Hugsunarháttur af þessu tagi er svo skammsýnn að engu tali tekur. Selskinn, kópa- skinnin, eru nú einu sinni dýrindis vara, svo fögur náttúruafurð, að naumast getur hjá því farið að sóst verður eftir þeim á ný og það ef til vill fyrr en nokkurn nú grunar. Þess vegna má ekki koma fyrir bændur að glata rétti sínum. Hætta steðjar að landselnum vegna þeirra gegndarlausu hrognkelsaneta, sem girða alla firði. Þar kemur Sjávarútvegs- ráðuneytið enn við sögu, kann sér lítt hóf, skeytir engu þó fornar hefðir séu þverbrotnar, blint í sjálfs síns sök og stendur fyrir þvílíkri rányrkju að undrum sætir. Vandræði út af hringormi. Sagt er að meira beri á hringormi og er 456 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.