Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Síða 34

Freyr - 15.06.1983, Síða 34
Magnús Finnbogason Lágafelli Athugasemd í síðasta blaði Freys gerir Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bœnda athuga- semd við þann þátt erindis míns „Um daginn og veginn“, sem ritstjóri Freys óskaði eftir að fá til birtingar. Tilraunir Inga þar til þess að gera mig tortryggilegan tel ég ekki svaraverðar. Hitt er sjálfsagt og eðlilegt að taka til leiðréttingar það sem rangt kann að finnast og til glöggvunar mætti verða í þessum málum, sem ég viðurkenni fúslega að eru við- kvæm og margt í þeim orkar tví- mælis. Vík ég þá að þeim þremur atriðum sem Ingi telur mig ekki fara rétt með. 1. Að eignarfé bænda sé ekki not- að til niðurgreiðslu áburðarverðs. Svo að ekkert fari milli mála tek ég hér upp fréttaklausu Fram- leiðsluráðs sem birtist í Frey nr. 8, í apríl 1983: „Niðurgreiðsla áburðarverðs: Fyrir fundinum lá erindi frá landbúnaðarráðherra þar sem hann fór fram á það við Fram- leiðsluráð að það fallist á tillögu hans um að 20 prósentustig af kjarnfóðurgjaldi á tímabilinu 1. apríl til n. k. áramóta gangi til niðurgreiðslu á áburðarverði, en sú upphæð er áætluö kr. 40— 50 milljónir. Þessi aðgerð gæti dregið úr hækkun áburðarverðs um 25—26%. Hins vegar stæði prósenta kjarnfóðurgjalds óbreytt þrátt fyrir þetta, en sú breyting yrði að þessi hluti kjarnfóðurgjaldsins sem færi til niðurgreiðslu áburðarverðs komi inn í verð búvöru frá 1. júní samkvæmt útreikningi Hagstofu íslans. Framleiðslu- ráð tók jákvætt í þessa mála- leitan, þó með því skilyrði að ríkisstjórnin gerði viðbótarráð- stafanir þannig að áburðarverð hækkaði ekki umfram almennar verðhækkanir á tímabilinu og tryggt yrði að þessi halli sem orðinn er á rekstri Aburðar- verksmiðju ríkisins verði af henni létt, svo að endurtaka þurfi ekki svona aðstoð við hana á næsta eða næstu árum.“ Ég fæ ekki betur séð en frá 1. apríl til 1. júní sé ómótmælanlega um eignarfé bænda að ræða hvað sem síðar verður og hvort það fæst allt endurgreitt þá með vöxtum og verðbótum gegnum búvöruverð sýnist mér alls ekki öruggt í dag. Hitt er ljóst að það fé sem til áburðarniðurgreiðslu fer nýtist bændum ekki í annað. En þá vík ég að öðru sem í mínum huga er meginatriði. Það er að þegar Kjarnfóðursjóður var stofnaður þá voru ein helstu rök fyrir stofn- un hans þau að með því að hafa sjóðinn í vörslu Framleiðsluráðs en ekki inni í verðlagsgrundvelli, (að mínurn skilningi eignarfé bænda), þá voru tryggð yfirráð bænda yfir þessu fé. I framleiðsluráðslögum frá 11. des. 1981 segir m. a. í 2. grein: „.. .. er landbúnaðarráðherra að fengnum tillögum Fram- leiðsluráðs og fulltrúafundar Stéttarsambands bænda, heim- ilt með reglugerð, að grípa til eftirtalinna ráðstafana" o. s. frv. og í C-lið sömu laga- greinar stendur m. a.: „Framleiðsluráð fer með gæslu þpss fjár sem innheimtast kann samkvæmt heimildum þessarar greinar og ráðstafar því með samþykki landbúnaðarráð- herra.“ Þetta tel ég fulla sönnun þess að kjarnfóðursjóður sé fé bænda fram til 1. júní að minnsta kosti. En í áðurbirtri Framleiðsluráð- frétt segir að landbúnaðarráð- herra hafi gert tillögu til Fram- leiðsluráðs um breytingu á kjarnfóðurgjaldi. Þetta vefst fyrir mér að skilja. Því fer ég fram á að Freyr birti reglugerð við Framleiðsluráðs- lögin og þá jafnframt á hvaða ákvæðum þessi ákvörðun um áburðarniðurgreiðslu sé byggð. Ég efast ekkert um lögmæti þess- arar ákvörðunar en vil fá þetta á hreint vegna þess að ég veit að ég er ekki einn um þessa fávisku og reglugerðina hefur mér ekki tekist að fá í landbúnaðarráðuneytinu. Hvort eðlilegt sé að greiða niður áburð með innflutnings- gjaldi á kjarnfóður er allt annað mál og um það verða eflaust skiptar skoðanir, en fyrst niður- greiðsluleiðin var valin þá hefði lækkun til bænda orðið meiri hefði verið greitt beint til þeirra eins og endurgreiðslur á kjarnfóðurgjaldi í stað þess að greiða niður alla áburðarnotkunina. 2. Ég sagði að 15—20% af áburð- inum væri notaður af öðrum en bændum og átti þá við bændur í hefðbundnum greinum sem greitt hafa fé í kjarnfóðursjóð. Að ég hafi átt kost á sundurliðuðum tölum um áburðarsölu í Aburðar- verksmiðjunni er ekki rétt. Ég 482 — FfíEYfí

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.