Freyr - 15.06.1983, Qupperneq 36
Ritfregnir
Hrossaræktarfélag Hrunamanna 70 ára
Hrossaræktarfélag
Hrunamanna
— 70 ára —
Hinn 23. janúar 1982 varð Hrossa-
ræktarfélag Hrunnamannahrepps
70 ára. Að því tilefni gaf félagið út
afmælisrit undir heitinu Hrossa-
ræktarfélag Hrunamanna 70 ára.
Ritnefnd þess skipuðu: Þorgeir
Sveinsson Hrafnkelsstöðum for-
maður, Óskar Indriðason Ása-
túni, Stefán Jónsson Hrepphól-
um, Jón Sigurðsson Skollagróf og
Sigurður Sigmundsson Syðra-
Langholti.
Meðal efnis í ritinu má nefna:
Hrossarækt Hrunamanna í 70 ár
eftir Jón Hermannsson formann
félagsins. Ræða sem Óskar Ind-
riðason flutti á sjötíu ára afmælis-
hófi félagsins. Saga Hrossaræktar-
félags Hrunamannahrepps, sem
Jón Sigurðsson í Skollagróf
skráði. Grein eftir Þorkel Bjarna-
son undir heitinu: „Á brattann að
sækja eftir 70 ára starf.“ Annáll
frá landsmótum og fjórðungsmót-
um á Suðurlandi 1950—1982 eftir
Þorgeir Sveinsson. „Reiðhestar
Efra-Langholtsbræðra“ eftir Sig-
urð Sigmundsson. Viðtal við
Gunnar Bjarnason ráðunaut undir
heitinu: „Gottt að vinna með
Hrunamönnum.” Viðtal við Guð-
mund á Kópsvatni og er þá margt
óupptalið.
Ritið er 72 blaðsíður í sama
broti og Freyr og er prentun og
frágangur allur hinn vandaðasti.
Grasnytjar
©t*dg=iij)íírtr
cDa
®iigti Fit/ fcm L'otc bumifct matc
flctc faft af (>cim ófámrni
juctum, fcut uara i (anti-cigti
damið
5anbn fófrótum Dúcntium cg gtit.
monniim á Sflanói
(Irifat 2írib 178 r.
0pr-4o, 24. 2íu«nb girnij M6ma pg frgurb, tmt
umframm þutrt • tucggia granann jarbar gtóba.
gjrcntat i Æaupmanna^ofn/ 1783.
af 3uc)u(t gribcriclj 0ttin-
Fáir íslendingar hafa meira verið
á undan samtíma sínum heldur en
sr. Björn Halldórsson í Sauðlauks-
dal. Upphaf kartöfluræktar hér á
landi er löngum kennt við hann og
hann skrifaði margar bækur og
mun Atli kunnust þeirra. Ein
þessara bóka er Grasnytjar þar
sem fjallað er um 190 tegundir
jurta og nytjar af þeim sv.o sem til
fóðurs handa skepnum, matar og
drykkjar, handavinnu, lækninga,
litunar, eldiviðar, bygginga
o. s. frv.
Vélmenni við vélrúning
í Ástralíu hafa verið hönnuð vél-
menni eða talvar* sem rýja af
sömu nákvæmni og hraða og bestu
rúningsmeistarar. Það eru verk-
fræðingar við háskólann í Mel-
bourne sem hannað hafa þessa
fyrstu sjálfvirku rúningsvél.
Kindurnar eru reknar úr rétt-
inni í stíu. Stór tnálmhönd með 16
fingrum tekur kindina, en fætur
dingla lausir. Kindin færist að rún-
ingsgrind, en þar grípa klær um
fótleggi og lyfta henni upp. Kind-
inni er þrýst fram á við þannig að
hún getur ekki hreyft sig meira en
15—100 millimetra. Vélmennið
hefur rúning með því að taka
Grasnytjar komu út í Kaup-
mannahöfn árið 1783 og nú 200
árum síðar hefur Bókaforlag Odds
Björnssonar á Akureyri ráðist í
það að ljósprenta bókina ásamt
skýringum og nafnaskrá sem
Helgi Hallgrímsson náttúrufræð-
ingur hefur tekið saman.
strokur eftir ákveðnu mynstri.
Kindin snýst í grindinni og talvinn
strekkir á húð og togar fram kvið-
arull. Strax að loknum rúningi
dregur vélmennið sig til baka og
sleppir kindinni.
Reifið er jafn heilt og best gerist
við vélrúning og vélmennið vinnur
jafnbetur gagnvart kindinni, án
sára og toppa. Mjög næmir þreif-
arar talvans gæta þess að húð
skaddast ekki þannig að rúnings-
hausinn dregst til baka hraðar en
kindin getur hreyft sig.
* Talvar, nf. et. talvi beygist eins og
kálfi er tillaga um nýyrði yfir það sem
kallað er á útlensku robot. Talvi er
dregið af tölvu, en talva stjórnar jafn-
an vélmennunum.
Molar
484 — FREYR