Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 27
Dr. Stefán Aðalsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Umbætur á ull og kynbætur á kjötgæðum
Á ráðunautafundi 1983 urðu nokkrar umrœður um ullar- og gœrukynbœtur og mat á
alhvítum gœrum, sem framkvæmt var á nokkrum sláturhúsum í allmörg ár.
Töpuðu bændur á mati á alhvítum
gærum?
í þessum umræðum kom það fram
hjá Sveini Hallgrímssyni, sauð-
fjárræktarráðunaut og gæru-
matsformanni, að hann hefði látið
fella niður mat á alhvítum gærum
við móttöku á lömbum í slátur-
húsi. Þetta mat hefði, að hans
dómi, ekki þjónað neinum til-
gangi, því að gærukaupendur
hefðu ekki viljað greiða aukaverð
fyrir alhvítar gærur, en matið
hefði kostað ákveðna fjármuni og
hefði því í reynd eingöngu þýtt
lægra gæruverð til bænda.
Á sama fundi lýsti dr. Halldór
Pálsson því yfir að það starf sem
unnið hefði verið á sviði ullarkyn-
bóta í landinu undanfarinn aldar-
fjórðung hefði engum hagnýtum
árangri skilað.
Alhvítar gærur verðmætari en gular.
Það er ekki rétt, að því er ég best
veit, að gærukaupendur hafi ekki
viljað greiða hærra verð fyrir al-
hvítu gærurnar heldur en þær
gulu, þegar alhvítar gærur voru
metnar á lifandi lömbum við mót-
töku í sláturhúsi.
Þeir vildu greiða aukaverð fyrir
alhvítu gærurnar, en fá um leið að
greiða lægra verð fyrir gulu gær-
urnar, af því að þær voru lakara
hráefni. Hins vegar vildur þeir
ekki greiða aukaverð fyrir alhvítu
gærurnar og óbreytt meðalverð
fyrir gulu gærurnar, sem búið var
að tína alhvítu gærurnar úr. Þetta
var staðfesting á því, að alhvítu
gærurnar voru betra hráefni en
gulu gærurnar.
Gærukaupendur, sem vinna
mokkaskinn, hafa lýst því yfir við
mig nýlega, að þeir leggi mikið
upp úr því að fá sem allra hvítastar
gærur. Gulu gærurnar séu svo erf-
iðar í vinnslu, vegna þess að ekki
er hægt að lita þær í ljósa liti.
Matið á alhvítu gærunum á sín-
um tíma vakti áhuga manna á að
rækta alhvítt fé, en með því bötn-
uðu gærurnar og ullin líka. Þess
vegna þarf að taka mat á alhvítum
gærum upp aftur.
Úrvalsf lokkur 38% yfir meðalverði.
í verðlagsgrundvelli búvara 1.
mars 1983 er gert ráð fyrir, að
hver kind skili 1,94 kg ullar og að
398 kg ullar fáist af 205 kindum á
grundvallarbúinu. Verðmæti
ullarinnar nam þá 6,6% af öllu
verðmæti sauðfjárafurða í grund-
vellinum. Þá var meðalullarverð í
grundvellinum áætlað kr. 55,25 á
hvert kg.
Áætluð skipting ullarmagnsins á
flokka, verð og verðhlutföll milli
flokka og verðmætishlutföll ein-
stakra flokka er sýnt í 1. töflu.
Eins og 1. tafla sýnir, er gert ráð
fyrir í grundvellinum, að 16%
ullarinnar fari að meðaltali í úr-
valsflokk, 45% í I. flokk, 23%
samtals í II. og III. flokk og 16% í
hreina liti.
Verðmætustu ullarflokkarnir
eru úrval og mórautt með 38%
hærra verð heldur en meðaltalið,
en verðlægstur er III. flokkur með
aðeins 24% af meðalverði.
Á aftasta dálki 1. töflu sést, að
þau 16% ullarinnar, sem fara í
1. tafla. Skipting ullar á gæðaflokka, verðhlutföll milli flokka og verðmæti
ullar í hverjum flokki.
Ullar- Ullarmagn Ullarverð Ullarverðmæti
flokkur kg % Kr./kg Hlutföll Kr. alls %
Úrval ....................... 63 16 76,37 138 4811,31 22
I .......................... 179 45 61,74 112 11051,46 50
II .......................... 45 11 33,16 60 1492,20 7
III ......................... 50 12 13,28 24 664,00 3
S ........................... 20 5 61,74 112 1234,80 6
G............................ 27 7 61,74 112 1666,98 7
M ........................... 14 4 76,37 138 1069,18 5
Samtals og mt. 398 100 55,25 100 21989,93 100
FREYR — 475