Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1991, Síða 7

Freyr - 01.06.1991, Síða 7
11.’91 FREYR 451 RITSTJÓRNARGREIN------- Nemendafyrirtœki Á vorfundi Búnaðar- og garðyrkjukenn- arafélags íslands sem haldinn var á Hvanneyri 23. og 24. maí sl. var efnt til námsstefnu undir stjórn Hákons B. Land- ráks, lektors við Kennaraháskólann í Stavangri í Noregi. Námsstefnan bar, í lauslegri þýðingu, yfirskriftina: „Skólinn sem aflvaki í byggðaþróun. - Virkur skóli í umhverfi sínu með áherslu á nemendafyr- irtæki sem kennslutæki“. í inngangserindi á námsstefnunni benti Hákon B. Landrák á að hröð þróun eigi sér stað í norsku þjóðfélagi um þessar mundir. Breytingar á atvinnumöguleikum eru hluti af þessari þróun. Efnahagsástand og atvinnuleysi eru aðrir þættir. Stjórn- málamenn, fólk úr atvinnulífinu og al- menningur er sammála um að þessi staða kalli á fólk með hæfileika til skapandi hugsunar og til að ryðja nýjar brautir til atvinnusköpunar í þjóðfélaginu. Petta ástand hefur kallað á það, m.a., að beina athyglinni að unga fólkinu, sem situr á skólabekk, til að virkja það til að koma með nýjar hugmyndir um atvinnu- sköpun á heimaslóðum og hjálpa því til að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Hugmyndin með þessu er að efla með nemendum skapandi starf sem þeir fá tækifæri til að láta raunverulega reyna á. Nokkur ár eru síðan þessum hugmynd- um var hrint í framkvæmd í skólum í Ryfylki í Rogalandi í Noregi og hefur árangur af því starfi orðið góður. Hug- myndin hefur verið kynnt víða í Noregi og á Norðurlöndum, en einnig í Bretlandi. Nemendur í áðurnefndum skólum hafa stofnað fyrirtæki út frá þeim hugmyndum og forsendum sem þeir hafa haft og mögu- leikum sem þeir hafa komið auga á í umhverfi sínu til að selja framleiðslu sína eða þjónustu. Þetta hefur verið hluti af námi þeirra og jafnvel skapað þeim vinnu í sumarleyfum en ekki verið á kostnað ann- arra námsgreina, þvert á móti hefur þarna orðið til áhugavert og spennandi viðfangs- efni sem komið hefur í veg fyrir skólaleiða og verið hvatning til stunda aðrar náms- greinar betur. Sem dæmi um nemendafyrirtæki nefndi Hákon B. Landrák minjagripagerð, þ.á m. að nemendur hefðu gert samning við fyrirtæki um að framleiða minjagripi merkta því sem gefnir voru gestum þess. Annað fyrirtæki nemenda var um upptöku á efni á vídóspólur, svo sem frá ferming- um; undirbúningi, athöfn og veislu, eða á öðru sem eftirspurn var eftir. Þriðja fyrir- tækið ræktaði grænmeti og garðagróður til sölu. Nemendafyrirtæki hafa sömu uppbygg- ingu og verkaskiptingu og önnur fyrirtæki. Stjórnandi sér um viðskipti út á við, aðrir bera ábyrgð á framleiðslunni, fjármálum, dreifingu, lager o.s.frv. Vinna í nemenda- fyrirtæki á að vera sem bestur undirbún- ingur undir lífið sem bíður að skólagöngu lokinni. Ljóst er að sams konar þróun á sér stað á íslandi og í Noregi hvað varðar atvinnu- möguleika í dreifbýli. Hugmyndir þær sem hér hafa verið kynntar lauslega eru allrar athygli verðar. Sá árangur sem náðst hefur í að hrinda þeim í framkvæmd í Noregi er sterk vísbending um að það megi einnig gera hér á landi. Allar upplýsingar um það hvernig að því skuli staðið eru til reiðu og aðgengilegar. M.E.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.