Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1991, Side 18

Freyr - 01.06.1991, Side 18
462 FREYR 11.’91 Rannsóknir frá Bretlandi gefa til kynna að snarrót sé þar lítið bitin af hrossum, en athuganir frá Kanada benda til að hún sé bitin í einhverjum mæli árið um kring af stóðhrossum. Komið hefuríljós að íslensk hross sem flutt voru til Alaska bitu þar mikið snarrót. Hugsanlegt er að íslenski hestur- inn nýti þessa tegund í meiri mæli en ýmis önnur hrossakyn. Ætla verður að snarrótargraslendi sé ágætt til hrossabeitar og þoli tals- vert beitarálag. I Sölvholti var mest um snarrótina á þurrlendis- rimum í léttbeitta og miðlungs- beitta hólfinu, þar sem hún ríkti með hálíngresi. A þessum rimum voru hrossin mest á beit og var beitarálag þar miklu meira en í rakari hlutum hólfanna. Snarrótin minnkaði mikið í gróðri er kom út fyrir rimana og hvarf hún alveg úr landinu þar sem jarðraki var mest- ur. í þungbeitta hólfinu virtist land vera of rakt til að hún þrifist þar. Hrossin sóttu í nokkrar tegundir sem fremur lítið var um og þau þurfa sennilega að hafa svolítið fyrir að ná í. Dæmi um það er mýrelfting, sem fannst í litlum mæli í öllum hólfum. Tegundin er fremur smávaxin og sker sig ekki úr gróðrinum. Sókn hrossanna í mýrefltingu er athyglisverð þar sem hún hefur, ásamt fleiri tegund- um elftinga, verið talin eitruð fyrir hross samkvæmt erlendum athug- unum. Túnfífill fannst í svolitlum mæli í léttbeitta hólfinu og var meðal þeirra tegunda sem hrossin sóttu mest í. I erlendum rannsókn- um hefur einnig komið fram að hross sækjast eftir túnfífli, en hann er mjög nærringarríkur. Nýting framrœstra mýra til beitar Allnokkur umræða hefur farið fram undanfarið um að færa beit af viðkvæmum afréttalöndum niður á láglendi. Verði það gert má búast við að nýting framræsta mýra til beitar aukist frá því sem nú er. í beitartilraununum kom í ljós að hross þrífast vel á framræstum mýrum og almennt betur en naut- gripir og sauðfé, sem ná þar oft á tíðum ekki viðundandi þrifum. Jarðvegi framræstra mýra er vart hætt við eyðingu vegna óhóflegrar beitar en engu að síður eru því takmörk sett hve langt má ganga í nýtingu gróðursins. Mikils er um vert að hafa í huga niðurstöður rannsókna og reynslu bænda þegar teknar eru ákvarðarnir um búfjár- fjölda í högum. Fyrri hluta tilraunatímabilsins í Sölvholti var beit nautgripa og sauðfjár stillt í það hóf að í engu hólfanna virðist gróðri hafa hnign- að. Breyting varð á gróðurnýtingu eftir að farið var að beita hrossum á landið. í þungbeitta hólfinu, þar sem hvert hross hafði í upphafi 0,6 hektara til beitar að sumrinu, hnignaði gróðri og beitarþol lands- ins rýrnaði verulega. í léttbeitta og miðlungsbeitta hólfinu, þar sem hvert hross hafði um 1,7 og 1,0 hektara til beitar, hnignaði gróðri hins vegar ekki og ástand beiti- landsins hélst ágætt. Hafa ber hug- fast þegar mið er tekið af þessum niðurstöðum að í tilraununum var hrossum beitt skemur sumar hvert en víða tíðkast í högum. Jafnframt eru gróðurskilyrði í Sölvholti með þvj sem best gerist hér á landi. í framræstum láglendismýrum eru skilyrði víðast þannig að gróð- urinn á að vera órofinn og mynda samfellda þekju. Hann á jafnframt að þola talsverða beit án þess að láta undan. Pað er venjulega merki um ofbeit þegar gróðurþekjan hef- ur rofnað og skín í beran jarðveg á víð og dreif um beitilandið. Þegar svo er komið er land yfirleitt snöggbitið og sinulaust með öllu og háplöntuþekjan orðin innan við 50%. Ástæða er til að draga veru- lega úr beitarþunga eða friða land um nokkurn tíma ef gróðurástand verður eins slæmt og hér er lýst. í hrossahögum þar sem gróður hefur látið undan vegna ofbeitar getur komið til álita að dreifa áburði til að örva grassprettu og bæta gróðurástandið. Langvarandi ofbeit getur leitt til þess að eftir- sóttar tegundir hverfi úr beitilandi. Við hagabætur gæti því verið ástæða til að sá góðum beitarteg- undum eins og t.d. snarrót, hálín- gresi og vallarsveifgrasi, finnist þær lítið eða ekki í landinu. Það ber að hafa í huga að þessar teg- undir þrífast illa þar sem mjög rak- lent er. Heimildir Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990. Áhrif búfjárbeitar á gróður framræstrar mýrar í Sölvholti í Flóa. Fjölrit RALA nr. 147, 63 bls. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1990. Studies in the grazing of a drained lowland fen in Iceland. I. The responses of the vegetation to livest- ock grazing. Búvísindi 4: 87-108 (í prent- un). Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990. Studies in the grazing of a drained lowland fen in Iceland. II. Plant preferences of horses during sum- mer. Búvísindi 4: 109-124 (í prentun). Höfundar eru gróðurvistfrœðingar og starfa sem sérfræðingar á Rannsókna- stofnun iandbúnaðarins. Héraðsráðunautur Búnaðarsamband Suðurlands óskar eftir að ráða héraðsráðunaut. Starfssvið hans verður m.a. leið- beiningar um heyverkun, fóðrun og bútœkni. Upplýsingar gefur Sveinn Sigurmundsson í síma 98-21611. Búnaðarsamband Suðurlands

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.