Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1992, Side 2

Freyr - 15.02.1992, Side 2
Stóðhestastöðin fœr nýtt hesthús Nýlega tók Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti í notkun nýtt hesthús við formlega athöfn. Húsið rúmar 65 stóðhesta og var orðin brýn þörf á því því garnla hesthúsið var orðið of lítið. Til byggingar- innar hefur verið veitt 12,6 milljónir króna á árunum 1986-1991, en það er rúmur þriðjungur þess sent hún hefur kostað til þessa. Magnús Sigsteinsson og Sigurður Sigvaldason hjá Byggingaþjónustu Búnaðarfélags Islands hönnuðu húsið 1988. Már Adólfsson á Hellu var yfirsmiður en Vélsmiðja Guðjóns Ólafssonar í Reykjavík smíðaði innréttingar. GATT-samningsdrög til- rœði við íslenskan land- búnað Drög að GATT-samkomulagi hafa verið til um- fjöllunar á fundum sem bændasamtökin hafa efnt til víða um land. Undantekningarlaust hafa bænd- ur snúist öndverðir gegn þeim kafla samningsdrag- anna sem fjallar um landbúnað og viðskipti með búvöru. I uppkasti samninganna eru ákvæði sem heimila mikinn innflutning á búvörum sem sverfa myndi að innlendri framleiðslu og um leið atvinnu- rekstri sem tengdur er landbúnaði. Sjömannanefnd álítur að drögin splundri aðlög- un þeirri og hagræðingu í landbúnaði sem nú er verið að vinna að í samræmi við búvörusamninginn frá í mars 1991. Ef tillögur Arthurs Dunkels fram- kvæmdastjóra GATT um verslun með búvöru ná fram að ganga óbreyttar, er líklegt að landbúnaður á harðbýlum jarðsvæðum og fjallabyggðum Evr- ópu myndi stórlega dragast saman og sumsstaðar leggjast af með öllu. Islenskur landbúnaður kæmist á heljarþröm. Verði samningsdrög Dunkels að veruleika, án þess að íslendingar fái samþykkta fyrirvara um viðskipti með búvörur, verður ís- lenskur landbúnaður að keppa við mikið niður- greidd matvæli frá Evrópu á sama tíma og íslend- ingar hafa fellt niður allar útflutningsbætur á sínar búvörur. Verðmunur á vörum til búrekstrar Mikill verðmunur er á einstökum vörutegundum til búrekstrar. Þetta kom í ljós er Verðlagsstofnun kannaði þau mál um ntiðjan desember sl. Til dæmis reyndist 67% verðmunur á 100 metrum af girðing- arneti, og kostar það 4.520 kr. þar sem það er ódýrast, en 7.545 kr. þar sem það er dýrast. Fimm lítra brúsi af hreinsuðu fóðurlýsi kostar 535 kr. þar sem það er ódýrast en 830 kr. þar sem það er dýrast, sem er55% munur. Verðlagsstofnun hefur fylgst með verði á aðföngum til bænda frá því að kjarasamingar voru gerðir í ferbrúar 1990. I des- ember var verð á fóðri og byggingarvörum kannað á 27 stöðum á landinu og borið saman við könnun frá í apríl í fyrra. Kom þá í ljós m.a. að verð á mótatimbri hafði lækkað um 12,3% að meðaltali á tímabilinu og verð á hreinsuðu fóðurlýsi um 5.5% a.m.t. Hins vegar hækkuðu aðrar vörutegundir um 0,9-3,8%. Selskinnskápur á al- þjóðlegan markað Það þykja nokkur tíðindi að frést hefur að allir danskir íþróttamenn ætli að ganga í grænlenskum selskinnskápum inn á leikvang á Vetrarólympíu- leikunum í Albertville í Frakklandi. Er þetta for- boði þess að koma grænlenskum selskinnskápum á alþjóðlegan markað eftir vetrarólympíuleikana. Grænlensk sútunarverksmiðja, Great Green- land að nafni, er komin í samstarf við fyrirtækið Saga Services sem loðdýraræktendur á öllum Norðurlöndum eiga. Það leiðir til þess að sel- skinnskápur frá grænlensku sútunarverksmiðjunni fara á markað á Ítalíu, Spáni, í Bandaríkjunum, Argentínu og Austur-Asíu. Það fylgir svo fréttinni að franska leikkonan Birgitte Bardot og þýsk umhverfisverndarsamtök hafi hótað að skemma fyrir inngöngu dönsku íþróttamannanna í Albert- ville.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.