Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 4

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 4
LÁNVEITINGAR Á VEGUM LÍFEYRISSJÓÐS BÆNDA ÁRIÐ 1992 Á árinu 1992 veröa lánveitingar á vegum Lífeyrissjóös bænda með svofelldum hætti: 1. Bústofnskaupalán 1.1 Frumbýlingar, sem hófu búskap á árunum 1990,1991 og 1992, eiga rétt á lánum til kaupa á bústofni (sauðfé, nautgripum og svínum). 1.2 Lánstími bústofnskaupalána er 8 ár og verðtrygging 100%. Vextir eru 7,75% í janúar 1992 og breytast eins og meðaltalsvextir Seðlabanka íslands á hverjum tíma. 2. Óbundin lífeyrissjóðslán 2.1 Það er skilyrði fyrir veitingu lífeyrissjóðsláns að sjóðfélagi skuldi eigi Stofnlánadeild landbúnaðarins vegna bústofnskaupalána (annarra en loðdýralána vegna búháttabreyt- inga), íbúðabyggingarlána og óbundinna lána yngri en 4 ára. Eigi er heimilt að greiða upp slík lán í því skyni að skapa nýjan lánsrétt. Þeir sem skulda lán, eldri en 4 ára, eiga rétt á láni, sem nemur mismuninum á láni í samræmi við áunninn lánsrétt, sbr 2.8, og eldri verðtryggðum lánum. Óverðtryggð lán greiðist upp að fullu. 2.2 Þeir sjóðfélagar eiga rétt á láni, sem náð hafa a.m.k. 3,0 stigum í sjóðnum samkvæmt nýjustu iðgjaldaskrá og höfðu þá verið aðilar að sjóðnum í tvö ár. Þegar lánsréttur er metinn samkvæmt þessari grein er tekiö er tillit til allt að 70% af stigaeign íöðrum sjóðum, enda hafi lánsréttur samkvæmt þeirri stigaeign eigi verið nýttur. 2.3 Lánsréttur fellur niður þegar sex mánuðir eru liðnir frá því að sjóðfélagi greiddi síðast í sjóðinn. Ellilífeyrisþegar og þeir sem hættu iðgjaldagreiðslum vegna aldurs, eiga þó rétt á láni, ef þeir greiddu iðgjöld til sjóðsins fram að lífeyristöku eða til 70 ára aldurs. 2.4 Eftirlifandi makar látinna sjóðfélaga eiga lánsrétt í samræmi við stigaeign hins látna sjóðfélaga. 2.5 Heimilt er að sækja um yfirfærslu óbundins láns af nafni eins skuldara yfir á nafn annars, enda sé hinn nýi skuldari kaupandi að eigninni sem er í veði fyrir láninu. Engu að síður telst upphaflegur skuldari hafa með lántökunni nýtt lánsrétt sinn og yfirtaka lánsins hefur ekki áhrif á lánsrétt þess sem lánið yfirtók. Stofnlánadeild landbúnaðarins tilkynnir Lífeyrissjóði bænda um allar breytingar af því tagi sem um ræðir í þessari grein. 2.6 Eingöngu er lánað gegn veði í fasteign. Stofnlánadeild landbúnaðarins metur veðhæfi eigna, sem settar eru að veði fyrir láni. 2.7 Lánstími er 15 ár, verðtrygging 100% og vextir verði vegnir meðaltalsvextir Seðlabanka íslands á hverjum tíma, 10,00% í janúar 1992. 2.8 Lánsupphæð fer eftir stigaeign sjóðfélaga samkvæmt síðustu iðgjalda- skrá og eftirfarandi töflu: Stigaeign 3,000- 9,999 10,000-15,999 16,000-20,999 21,000 stig eða fleiri 3. Gildistími Lánareglur þessar gilda frá 1. janúar 1992 til 31. desember 1992. Sótt er um bústofnskaupalán og óbundin lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 REYKJAVÍK, sími: 91-25444, sem sér um útborgun lánanna og innheimtu og veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Upplýsingar um lán eru einnig veittar á skrifstofu Lífeyrissjóðs bænda, Bændahöllinni, Hagatorgi 1, 107 REYKJAVÍK, sími: 91-624747, fax: 624727. Lánsfjárhæð 800.000 kr. 900.000 kr. 1.000.000 kr. 1.100.000 kr.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.