Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1992, Page 11

Freyr - 15.02.1992, Page 11
4.’92 FREYR 139 finnst ekki búfjáráburðurinn skolist af á flatlendi, þó að jörð sé frosin. Þar sem hallar reyni ég frekar að bera á á haustin. Það er ristarflór í fjósinu og þetta er vatns- blönduð mykja. Haughúsið dugar fyrir ársmykjuna. Hvenœr hefst svo sláttur hjá þér? Það fer eftir tíðarfarinu, þ.e. hvort úrkoma er nægileg fyrst eftir að borið er á. Á það vill skorta á þessu svæði. Oft hefst sláttur hér um 20. júní, en t.d. sumarið 1991 hófst hann 12. júní, en þá var spretta mjög snemma á ferð. Heimilisfólkið á Brakanda, Elínrós Sveinbjörnsdóttir og Viðar Þorsteinsson, og börn þeirra Sigrún og Sigurður í aftari röð og Sesar og Sara í fremri röð. Hvað liggur heyið lengi áður en þú hirðir það? Ég sný strax eftir slátt og sný 3-4 sinnum á dag. I góðum þurrki þá hirði ég það fyrsta jafnvel eftir sólarhring. Ég hef ágæta súrþurrk- un en er ekki með upphitað loft. Hvað hefur þú til marks um að nú sé tímabœrt að fara að slá? Því er erfitt að svara. Maður röltir um túnin og ákveður svo á ein- hverjum tímapunkti að fara að slá. Ég get ekki lýst því nánar. Mikið af túnunum hér eru gömul tún sem hafa haldið sáðgresinu og á meðan er maður ekki að hugsa um að endurvinna þau. Þar á ég við vallarfoxgras og háliðagras. Hér eru til tún með eingöngu háliða- gras og [ au slæ ég yfirleitt fyrst. Þessu háliðagrasi var sáð hér um 1970 og það lifir enn góðu lífi. Ég hef þó endurunnið töluvert og sáð þá blöndu með vallar- foxgrasi en það hefur ekki gengið vel og vallarfoxgrasið rýrnað fljótt. Ég tel að það sé fyrir það að hér er tvíslegið og fyrri sláttur sleginn snemma og það þolir vallar- foxgrasið illa. Hvenœr lýkur fyrra slœtti? í öllu eðlilegu árferði lýkur honum fyrri hlutann í júlí og þá ber ég á aftur á hluta af túnunum, 4-6 poka á ha, blöndu af Græði 9 og Kjarna, það er á stykki sem ég reyni að fá góða uppskeru af aftur. Beitirðu á túnin? Já, þau eru öll meira og minna beitt, bæði af kúnum að sumrinu og fénu á haustin. Það eru engin tún sem eru alfriðuð fyrir beit árum saman, en alltaf eitthvað af túnum sem er hlíft við vorbeit. Túnin hér eru alls um 40 ha og af þeim eru tvíslegnir 20-25 ha. Heyið af því er nú rúllað en var þurrkað áður. Ég hef haft þá sérvisku að gefa kúnum út einn lítinn bagga af þurr- heyi í stokk yfir sumarið og aukið þessa gjöf þegar kemur fram á haustið. Það verða þá ekki eins mikil viðbrigði þegar þær fara á innistöðu. Þær fá þetta á kvöldin þegar þeim er hleypt út eftir kvöld- mjaltir. Þetta þarf ekki að vera neitt toppfóður, heldur jafnvel gróft fóður með kraftmikilli beit og það virðist vera svo að allar kýrnar nasli í þetta og þær ungu læra af þeim gömlu. Kýrnar á Brakanda á beit, sér út Hörgárdal. (Myndir: Viðar þorsteinsson).

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.