Freyr - 15.02.1992, Síða 18
146 FREYR
4.’92
Námskeið á Skriðuklaustri
Búnaðarsamband Austurlands með tilstyrk landbúnaðarráðuneytisins hefur áformað
að efna til námskeiða á Skriðuklaustri. Námskeiðin verða undirbúin í samstarfi við
bœndaskólana á Hvanneyri og Hólum, Skógrœkt ríkisins o.fl., auk þess sem þessir
aðilar munu leggja til kennslukrafta ásamt Búnaðarsambandinu.
Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Búnaðar-
sambands Austurlands, Selási 19, Egilsstaðabæ, í
símum 97-11161 og 97-11226, alla virka daga kl. 9 til
17, og þar eru veittar nánari upplýsingar um nám-
skeiðin almennt heimafyrir. Varðandi útlistun á
námsefni og efnistökum einstakra námskeiða er hins
vegar vísað til þeirra upprunastaða, sem nefndir eru
undir viðkomandi námskeiði.
Hvað sjálfa skráninguna varðar er mikilvægt að
þátttaka sé tilkynnt eigi síðar en þrem dögum áður en
viðkomandi námskeið hefst. Viðbúið er að takmarka
þurfi nemendafjölda námskeiðanna við ákveðið
hámark. Á sama hátt eru takmörk fyrir því með hve
fáum er fært að halda tiltekið námskeið.
Námskeiðsgjald á þriggja daga námskeið er áætlað
kr. 5000 á hvern þátttakanda og er ferða- og dvalar-
kostnaður innifalinn með stuðningi frá Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins.
Námskeiðsnúmer, heiti og aðrar upplýsingar.
1. BÆNDABÓKHALD
Tími: 1.-3. aprfl.
Umsjónar-
maður: Jón Atli Gunnlaugsson, Bsb. Austur-
lands.
Uppruna-
staður: Bændaskólinn á Hólum.
Kennari: Þórarinn Sólmundarson, Bændaskólan-
um á Hólum.
Efnisþættir: Einkum ætlað þeim bændum, sem áhuga
hafa á að færa eigið bókhald. M.a. verður forritið
Búbót kynnt, farið í uppgjörsþætti virðisaukaskatts,
skattskilahluti skýrður og farið yfir nokkra efnisþætti
tölvuvinnslu eftir því sem aðstæður leyfa.