Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 22
150 FREYR
4.'92
ársins færist sú upphæð á landbúnaðarframtal
sem skuld, annars sem viðskiptakrafa.
Endurgreiðslu á kjarnfóðurskatti skal telja
fram á tekjuhlið landbúnaðarframtals. Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins sendir út afurða-
miða yfir þessar greiðslur.
Búnaðarfélag Island sendir nú út launamiða
vegna framlaga samkv. jarðræktarlögum.
Tekjur af leigu fullvirðisréttar eru færðar til
tekna á landbúnaðarframtali hjá leigusala, en
til gjalda hjá leigutaka.
Framlag til búháttabreytinga færist til lækk-
unar á stofnverði þeirra framkvæmda, sem eru
samfara búháttabreytingunni. Fyrningar-
grunnur þessara eigna verður því lægri sem
styrknum nemur.
Sala á fullvirðisrétti.
Sala á fullvirðisrétti til ríkisins skal færa til
tekna, þó aðeins 20% af söluverði. Þetta gildir
að sjálfsögðu aðeins um sölu en ekki leigu á
fullvirðisrétti. Ríkið greiddi 5.000 kr. fyrir
hverja fargaða kind ef framleiðandi afsalaði
sér öllum framleiðslurétti, en annars 3.500 kr.
Þessar sölur teljast að fullu til tekna en á móti
kemur bústofnsskerðing þar sem bústofni
fækkar.
Greiðslur ríkissjóðs vegna kaupa á fullvirð-
isrétti og förgunar búfjár verða inntar af hendi
með fimin jöfnum árlegum greiðslum. Fyrsta
greiðsla átti að vera í janúar 1992. Gefið er út
skuldabréf fyrir fjórum greiðslum. Vextir eru
5%, sem reiknast frá þessum áramótum.
Greiðslur eru verðtryggðar miðað við láns-
kjaravísitölu 1. maí 1991. Bæði fyrsta greiðsla
og skuldabréfið skal talið fram sem veltufjár-
munir á nafnverði að viðbættum verðbótum,
sem eiga að koma fram á afurðamiða. Sölu-
verð á þessum bréfum verður væntanlega und-
ir nafnverði og þá færast afföll til frádráttar, en
það verður ekki fyrr en á næsta ári. Lögð skal
áhersla á að 20% af söluverði á fullvirðisrétti
skal telja til tekna á árinu 1991, en söluverð á
bústofni telst að fullu til tekna. Bæði jarnúar-
greiðslan og skuldabréfið skal telja með veltu-
fjármunum á landbúnaðarskýrslu.
Greiðslur fyrir ónotaðan fullvirðisrétt frá árinu
1990.
Framleiðsluráð landbúnaðarins sendir nú út
launamiða fyrir ónotaðan fullvirðisrétt í sauð-
fé fyrir árið 1990. Ef greiðslan var talin fram í
fyrra skal ekki telja hana nú. Greiðsla fyrir
ónotaðan fullvirðisrétt 1991 hefur ekki verið
send út og Framleiðsluráð mun ekki gefa hana
upp á launamiða fyrr en við næsta framtal.
Viðmiðunarreglur um reiknuð laun 1990.
1. Bóndi 534.210 kr. eða 44.518 kr. á mánuði.
2. Hjón 1.068.420 kr.
3. Barn yngri en 16 ára, 161.008 kr. Sjá við-
miðunarreglur í leiðbeiningum ríkisskatt-
stjóra.
Vaxtabœtur
Vaxtabætur verða ákvarðaðar í þriðja sinn á
árinu 1992. Segja má að þær komi í stað
húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar. Rétt til bót-
anna eiga þeir er bera vaxtagjöld af lánum sem
tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á
íbúðarhúsnæði til eigin nota.
Vaxtabætur ákvarðast þannig að frá vaxta-
gjöldum í reit 87 dragast vaxtatekjur í reit 14 og
6% af tekjuskattstofni samkv. tölulið 7.9. Ef
um er að ræða hjón eða sambýlisfólk, sem á
rétt til samsköttunar, reiknast 6% af saman-
lögðum tekjuskattsstofni þeirra beggja.
Hámark vaxtagjalda sem reiknast til ákvörð-
unar vaxtabóta er kr. 438.000 hjá einstaklingi,
kr. 574.000 hjá einstæðu foreldri og kr.
712.000 hjá hjónum og sambýlisfólki. Hjá ein-
staklingi og einstæðu foreldri skerðast þannig
ákvarðaðar vaxtarbætur hlutfallslega, fari
eignir samkv. reit 16 að frádregnum eignum í
reit 04 og skuldum skv. reit 86 fram úr kr.
2.965.000, uns þær falla niður við kr. 5.930.000
Vaxtarbætur hjóna og sambýlisfólks skerðast á
sama hátt, fari samanlagðar eignir þeirra að
frádregnum skuldumfram úr kr. 4.915.000uns
þær falla niður við tvöfalt hærri mörk eða kr.
9.830.000.
Vaxtabætur geta aldrei orðið hærri en kr.
123.000 fyrir hvern mann, kr. 161.000 fyrir
einstætt foreldri og kr. 200.000 fyrir hjón eða