Freyr - 15.02.1992, Side 26
154 FREYR
4.’92
Með þessari margföldun er verið að reyna að
skrá eignir rétt miðað við upprunalegt verð.
Árleg fyrning er síðan reiknuð af þessari upp-
hæð. Síðan er árleg fyrning og áður fengnar
fyrningar lagðar saman og sú upphæð færð í
dálk 11. í síðasta dálk, nr. 12, er fært bókfært
verð, sem er mismunur á upphæð í dálk nr. 5
og 11. Allar eignir á fyrningarskýrslunni eru
meðhöndlaðar á sama hátt nema að því leyti að
árleg fyrning er mismunandi há prósenta því
að eignir endast misjafnlega lengi.
Nokkur atriði til minnis.
1. Allar eignir á fyrningarskýrslu skal fram-
reikna með verðbólgustuðli ársins. Hann er
1,0618 fyrir árið 1991.
2. Nýbygging færist á kostnaðarverði sam-
kvæmt húsbyggingarskýrslu og byrjað er að
fyrna bygginguna niður það ár, sem húsið
er tekið í notkun og þá heilsársfyrningu.
3. Ekki má fyrna eignir á söluári, en hins
vegar eru eignir fyrntar á kaupári og þá
heilsársfyrningu.
4. Vél, sem verður ónýt, fyrnist alveg niður í
0.
5. Vél eða önnur eign í atvinnurekstri sem
kostar minna en 115.000 kr. má færa til
gjalda á kaupári. Petta er ekki ráðlegt nú.
6. Eignir í búrekstri fyrnast hratt niður. Vélar
fyrnast á sex árum, útihús á 23 og 1/2 ári og
ræktun og girðingar á 15 árum. Eftir þenn-
an árafjölda standa eignirnar í 10% af end-
urmetnu verði, þar til þær eru ónýtar. Af
þessu má sjá að eignir fyrnast hratt niður og
ekki er heimilt að fyrna þær hægar. Ég vil
því ekki ráðleggja notkun aukafyrninga.
Landbúnaðarframtalið.
Eyðuðublöðin eru á sex síðum auk skýrslu
um aðstöðugjald.
Bls. 1.
Bústofn.
Bústofn er færður inn í ársbyrjun og árslok á
skattmati ríkisskattstjóra. Fjöldi gripa í árslok
1990, þ.e.a.s. á síðasta framtali, er nú færður
inn í ársbyrjun en ekki gamla matið í krónum. í
stað þess er fært inn nýja skattmatið. Keyptur
bústofn er ekki færður til gjalda á landbúnað-
arframtalið eins og önnur gjöld, heldur er
talinn með bústofni í árslok. Par með myndað-
ist bústofnsaukning, sem kæmi fram sern tekj-
ur. Þetta er leiðrétt með því að færa keyptan
bústofn inn í ársbyrjun, sjá mynd. Ein kvíga er
kýr á 70.000 kr. Hún er talin með bústofni í
árslok. Skattmat á kú er 56.730. Það færist á
síðuna neðst til hægri, keypt búfé á árinu,
matsverð, sjá mynd. Bústofn barna yngri en 16
ára skal telja með búfé bónda. Tekjur af
búfénu má færa í landbúnaðarframtal með
tekjum bónda eða á skattaframtal barnsins. Sé
valinn síðari kosturinn er færslan orðin flókn-
ari. Fóðurkostnaðurinn færist þá bónda til
tekna en barni til frádráttar. Vinni barnið fyrir
fóðurkostnaðinum má barnið telja það sem
laun í reit 2.1 en bóndinn til frádráttar sem
launagreiðslu í 5.3 á landbúnaðarframtal.
Bls. 2.
Tekjur.
Állar tekjur skal færa inn án virðisauka-
skatts.
Tekjur skal færa inn á landbúnaðarframtalið
eftir afurðamiðum, þannig að bæði fjöldi gripa
og magn seldra afurða komi fram ásamt
greiðslum á árinu Afurðatekjur skulu færðar
inn brúttó, þ.e. án frádráttar sjóða- og flutn-
ingsgjalda, sem eru tilgreind sérstaklega á
afurðamiðunum. Afurðamiðar eru yfirleitt
þannig að taka má tölurnar beint af þeim.
Greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda færast ekki.
Hámarksgreiðsla er 33.772 kr. fyrir sjóðfélaga,
(fyrir hjón 67.544 kr.) en þetta er hvergi fært á
framtal. Förgunarbætur færast sem tekjur.
Undir liðinn „Ýmsar tekjur“ má færa t.d. leigu
eftir búfé, tekjur af tamningu hrossa, tekjur af
ferðamönnum og leyfi til sand- og malarnáms.
í lið 12.10 skal færa endurgreiðslu kjarnfóður-
gjalds. Virðisaukaskatti ber að skila af heima-
notuðum afurðum.