Freyr - 15.02.1992, Page 32
160 FREYR
4.'92
Reiknað endurgjald bœnda, maka þeirra og barna tekjuárið 1991
(skattframtal 1992)'
Að jafnaði skal færa á skattframtali 1992 þau
reiknuðu laun sem staðgreiðsla á árinu 1991 hefur
miðast við. Séu færð lægri reiknuð laun ber að láta
nauðsynlegar skýringar fylgja skattframtali. I þessu
sambandi vísast til 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981,
sbr. 6. gr. laga nr. 49/1987.
Viðmiðunarreglur til ákvörðunar á reiknuðu end-
urgjaldi bænda og maka þeirra á staðgreiðsluárinu
1991 frá 31. desember 1990 eru þessar:
Viðmiðunartekjur fyrir grundvallarbúið ákvarðast
þannig:
1. Viðmiðunartekjur bónda, sem stendur einn
fyrir búrekstri með eða án aðkeypts vinnuafls
eða í samrekstri með öðrum en maka, ákvarð-
ast 534.210 kr. í 52 vikur. Mánaðarlaun kr.
44.518.
2. Vinni það hjóna sem ekki stendur fyrir bú-
rekstri með maka sínum við reksturinn skal
meta því endurgjald með hliðsjón af vinnu-
framlagi þess, metið á sarna verði og endur-
gjald bónda.
3. Standi hjón bæði fyrir búrekstrinum skal reikn-
að endurgjald hjónanna samtals teljast tvöfalt
endurgjald bónda eða 1.068.420 kr. sem skiptist
milli hjónanna í hlutfalli við vinnuframlag hvors
um sig.
4. Ákvarðaðar viðmiðunartekjur hvers bónda sem
stendur fyrir búi með öðrum en maka sínum
skulu miðaðar við eignarhlutdeild bóndans í
félagsbúinu.
Við ákvörðun viðmiðunartekna bænda skal taka
tillit til þess hvort bóndi nái heildartekjum grund-
vallarbúsins. í verðlagsgrundvelli landbúnaðaraf-
urða er sauðfjárbúi reiknuð 400 ærgildi en kúabúi
22 kúgildi sem samsvarar440 ærgildum. í blönduðu
búi skal því að öllu jöfnu reikna með 420 ærgildum.
Við ákvörðun heildarærgilda bús er geldneyti
reiknað 8 ærgildi og kálfur 4 ærgildi.
Nái bústofn bónda ekki framangreindum ærgilda-
fjölda verður að ætla að bóndinn nái ekki heildar-
tekjum grundvallarbúsins og má þá lækka reiknað
endurgjald í sama hlutfalli og ærgildafjöldi búsins
er minni en viðmiðunarærgildafjöldi.
Lækka má reiknað endurgjald skv. 1. og 3. tl. um
10.063 kr. fyrir hverja viku sem barni (börnum) er
reiknað endurgjald. Samtals má þessi lækkun ekki
nema hærri fjárhæð en samanlagður vikufjöldi
margfaldaður með 10.063 kr. og teljast 16 vinnu-
vikur á 10.063 kr. eða í heild 161.008 kr. vera
hámark miðað við grundvallarbúið.
Hámark reiknaðs endurgjalds sem skattstjóri getur
ákvarðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981
takmarkast við það að fjárhæð þess rná ekki mynda
tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum
almennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu
skv. 53. gr. laganna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþeg-
um takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu
endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstr-
inum.
Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13 -15 ára
á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra
skv. síðasta málslið 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. laga
nr. 75/1981, skal við mat á hámarki því sem um
ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem
rekstrarkostnað, miða við meðaltímakaup frá
234,80 kr. til 268,40 kr. eða frá 9.392 kr. til 10.736
kr. á viku.
☆ Öll lán skulu vera með hæstu leyfilega vexti
eða að fullu verðtryggð.
☆ Áríðandi er að reikna fulla vexti á allar
greiðslur, sem nefndar eru útborgun, nema
þá upphæð sem greidd er við undirskrift
kaupsamnings.
☆ Verðtrygging á lánum er miklu eðlilegri
viðskiptamáti heldur en t.d. 10% vextir.
☆ Kynnið ykkur reglur um söluhagnað af
jarðarsölu áður en skrifað er undir kaup-
samning.