Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 33

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 33
4.’92 FREYR 161 Grenvíkingar framleiða snjóblásara Vélsmiðjan Vík hf. smíðar snjó- blásara sem Barði heitir og hefur gert síðan árið 1988. Níu snjóblás- arar hafa verið smíðaðir. Þeir hafa verið seldir víða um land og hafa að sögn reynst vel. Snjóblásarnir hafa m.a. verið seldir Blönduvirkj- un, Grýtubakkahreppi og Vega- gerðinni. Auðlindin. Þátturinn „Auðlindin“ er fluttur í Ríkisútvarpinu eftir hádegisfrétt- ir eins og kunnugt er. í honum er fjallað um aflabrögð og annað sem tengist sj ávarútvegi, og er góður og fróðlegur þáttur. Eitt sinn þegar Hjörtur bóndi á Tjörn í Svarfaðardal hafði hlýtt á „Auðlindina“, varð honum þessi vísa af munni: Það er skrýtið þegar menn þrasa um auðlindina, að þá er rætt um þorskinn - en þagað um sauðkindina! Hitakútar — miðstöðvarkatlar Viftur — rafmagnsofnar ELFA GÆÐA T/EKI ] Valin úrvals merki með áratuga reynslu ELFA-OSO hitakútar 30-50- 120-200-300 lítra, vel ein- angraðir úr ryðfríu stáli. Ára- tuga góð reynsla. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofn- ar 600-2000 wött. Rafmagnshitablásarar 2000 wött Hitastýrðir — styrkstilltir. ELFA-CTC fjölnýtikatlar til brennslu á olíu, timbri, rusli, mó o.fl. Einnig rafmagnshit- un. Innbyggð stýrikerfi. Auð- veldir í uppsetningu. W. ELFA-VORTICE Iðnaðarviftur, gripahúsaviftur, baðviftur. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Einar Farestveit&CoHF Borgarlúni 28, simi: 622900. Þessar leiðbeiningar eru engan veginn tæm- andi, en ég vona að þær komi að gagni. Lesa aðeins þær leiðbeiningar, sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í í hvert sinn, en ekki að lesa allar leiðbeiningar í einu. Að lokum má benda á að sækja má um lækkun á skatti vegna menntunarkostnaðar barns eldra en 16 ára. Aðalreglna er sú að ívilnun er veitt ef tekjur barns eru undir 360.000 kr. á árinu 1991. Einnig má sækja um lækkun á skatti vegna veikinda eða eignatjóns, sjá bls. 17 í leiðbeiningum Rsk., sem fylgja skattframtali. Áríðandi er að fá staðfestingu skóla á námi. Læt þetta nægja.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.