Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1992, Page 34

Freyr - 15.02.1992, Page 34
162 FREYR 4.’92 Biskupsstóll og Bœndaskóli Nokkru fyrir sl. jól kom út bókin Biskupsstóll og Bændaskóli. Höf- undur er Pétur Bjarnason, fyrrver- andi kennari við Bændaskólann á Hólum en Bókaútgáfan á Hofi, sem Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal rekur, er útgefandi. Bókin kynnir Hólastað í fortíð og nútíð í texta en er þó einkum myndabók í hand- hægu broti. Bókin er 84 síður og gefur furðu fjölþætta mynd af Hólastað, bæði sem lifandi skólasetri með langa sögu og stað sem hafinn er yfir amstur hversdagsleikans og birtist utan allrar tímaskynjunar. Pað sem gerir þessa bók sér- stæða eru myndir Jóns Friðbjörns- sonar af Hólastað á öllum árstímum og við hin ólíkustu birtu- skilyrði. Jón var smíðakennari við Bændaskólann í yfir 30 ár og áhugaljósmyndari. Af myndum hans að dæma mætti þó frekar halda að hann væri atvinnumaður í greininni og hefur Hólastaður not- ið þess. Þessar frábæru myndir hefðu þó seint orðið aðgengilegar almenningi nema fyrir framtak þeirra Péturs Bjarnasonar og Gísla Pálssonar að gefa út bók um Hóla og leita þá jafnframt fanga hjá fjöl- mörgum öðrum myndásmiðum, auk þess sem fleiri lögðu til texta en Pétur. Úr þessu hefur orðið til falleg og eiguleg bók, öllum til ánægju en þó einkum velunnurum Hóla. Hún sameinar hið tímanlega og eilífa, birtir bæði myndir af verðlauna- hestum Hrossakynbótabúsins á staðnum og af Hólabyrðu og gamla bænum á Hólum undir tvennum regnbogum, eða myndir frá skóla- starfinu annars vegar og samspil ljóss og snjókomu kringum Hóla- dómkirkju og stöpulinn við hana að næturlagi hins vegar. M.E. Handbók bœnda 1992 Handbók bænda, 42. árgangur, er komin út. Talsverðar breytingar hafa orðið á bókinni frá undan- gengnum árgöngum, bæði að inni- haldi og efnisskipan. Ritstjórar sendu með 41. árgangi bókarinnar spurningaskrá þar sem notendur hennar voru spurðir um álit sitt á bókinni og hvað þeim fyndist þar helst vanta. Reynt var að koma til móts við óskir lesenda að því er segir í formála. Nú er dagatal sem áður var fremst í Handbókinni fellt niður, en þess í stað kemur ein opna fyrir hvern mánuð aftast í bókinni til að skrá upplýsingar til minnis. Er þar tekið mið af svörum lesenda. Leið- beiningar um einstakar greinar landbúnaðar koma fremst. Par er m.a. að finna nýtt efni um hey- HANDBÓK BÆNDA 1992 verkun í rúlluböggum og handhæg- ar upplýsingar um tegundir og verð búvéla á markaði. Stofnanaskráin hefur verið aukin og flutt aftar í bókina. Ahugaverð nýjung í bókinni er “Kynning á þjónustu". Par kynna sig tólf aðilar, sem tengjast strjálbýli og landbúnaði. Pví verð- ur væntanlega haldið áfram eftir- leiðis. Handbók bænda er nú komin á fimmta áratuginn og á sér tryggan lesendahóp, enda þar að finna svör við mörgu sem bændur þurfa að leita svara við dagsdaglega í bú- skapnum. Ritstjórar Handbókar bænda eru Matthías Eggertsson og Óttar Geirsson. , T „

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.