Freyr - 15.02.1992, Page 35
4.'92
FREYR 163
Dýr ull
Á meðan hrun hefur orðið á ullar-
mörkuðum í heiminum er borgað
um tuttugu þúsund krónur fyrir
vissa tegund af ull.
Suðurkóreanskt fyrirtæki
greiddi þetta himinháa verð á upp-
boði í Ástralíu að því er tímaritið
Time hermir. Fyrirtækið nærþessu
inn aftur. Fyrir þau hundrað kíló af
ullinni góðu sem það keypti, ætlar
það að framleiða 35 fataplögg sem
á að selja á 950.000 kr. hvert.
Ullin sem hér um ræðir, er örfín
og tínd af útvöldum merinókind-
um, tveggja til þriggja vetra. Kind-
ur þessar eru fóðraðar á sérstakan
hátt svo að ullarþræðirnir verði
jafnir, og ullin er varin fyrir ryki og
öðrum aðskotahlutum. Jafnvel á
góðu merinófjárbúi er minna en
eitt prósent af ull sem vinna má úr í
þennan úrvalsflokk.
Orðsending til bœnda
á fjárskiptasvœðum
Þeir bændur sem ætla aö kaupa líflömb í fyrsta eða annað
sinn nk. haust eftir samningsbundið fjárleysi, þurfa að
leggja inn skriflega pöntun á líflömbum fyrir 25. mars nk.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan líflömb verða
tekin.
Aðeins koma þeir aðilar til greina sem lokið hafa fullnaðar
sótthreinsun á fjárhúsum, hlöðum og umhverfi þeirra.
Svör við pöntunum munu berast í júní nk. hvar taka má
líflömb haustið 1992.
Sauðfjárveikivarnir
Rauðarárstíg 25
150 Reykjavík
HRAUSTUR BÚSTOFN - BETRI AFKOMA
FÓÐURLÝSI
VIÐ MÆLUM MEÐ FÓÐURLÝSI FYRIR:
HESTA, ÆR, KÝR, GYLTUR, SMÁGRÍSI, MINKA OG REFI
DREIFIAÐILAR Á FÓÐURLÝSI ERU:
FÓÐURDEILD SAMBANDSINS,
MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR,
FÓÐURBLANDAN HF. OG |
KAUPFÉLÖGIN UM ALLT LAND. |
o
VESTMANNAEYJUM
LÝSISFÉLAGIÐ HF.
___LÝSISFÉLAGIÐ HF.
^5C7
FÓÐURLÝSI
5 LÍTRAR
KALDHREINSAD
VIÐ 5®C
VITAMIN I GRAMMI: AMIN 1500I.U.
DMIN 1501.U.
HITAEININGAR í
LÍTRA: 9000 K.CAL.
GEYMIST Á SVÖLUM OG DIMMUM STAD
FRAML0ÐANDI: LÝSISFÉLAGIÐ H.F.