Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1992, Síða 36

Freyr - 15.02.1992, Síða 36
164 FREYR 4.'92 Aldahvörf á Skeiðum Ljósmyndir Jóns Eirfkssonar f Vorsabœ Útgefandi Oddvitanefnd Laugarárslœknishéraðs og Afréttamálafélag Flóa og Skeiða. Selfossi 1991. ALDAHVORF A SKEIÐUM Ljósmyndir Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ Frey hefur borist bókin Aldahvörf á Skeiðum sem kom út fyrir síðustu jól. Þessi bók er sérstæð að því leyti að í henni eru birtar um 80 ljós- myndir sem valdar hafa verið úr myndasafni Jóns Eiríkssonar bónda og oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Og það er þá ekkert smáræðis safn! Um 10 þúsund Ijós- myndir eru í því sem Jón hefur tekið á síðustu fimmtíu árum. Páll Lýðsson, bóndi og sagn- fræðingur í Litlu-Sandvík ritar for- mála að bókinni. Jón í Vorsabæ er kunnur bóndi og félagsmálamaður. Hann stofn- aði nýbýlið Vorsabæ 2 og hefur búið þar síðan. Ljósmyndun hefur verið honum hugleikin og hann hefur glöggt auga fyrir myndbygg- ingu og því að grípa tækifærin. Myndirnar í bókinni eru helst frá daglegum störfum á Skeiðum og nágrenni, vinnumyndir. Þær sýna fólk að heyskap og garðyrkju, mjólkurflutninga og vegagerð, réttarhleðslu, húsbyggingar og lagningu hitaveitu en einnig eru þar myndir sem teknar eru við hátíðleg tækifæri í sveitinni. „Hann nær í skottið á gamla tímanum", skrifar Páll Lýðsson, „myndar fjallaferðir fyrir tíma vegagerðar og fjallmannakofa, nær myndum af mjólkurflutning- um á sleðum. Hann myndar vél- tækni sem nú er orðin úrelt og yrði bráðum gleymd ef hann hefði ekki gripið augnablikið ..." Myndirnar í bókinni hafa heim- ildagildi sem vex með tímanum og þetta er eiguleg bók. T T n Danskur plógur grefur mengaða mold í Térnóbíl Hlutur Dana í hjálparstarfi EB við að hreinsa til eftir Kjarnorkuslysið í Térnóbíl árið 1986 er plógur af sérstakri gerð. Plógur þessi er þannig gerður að hann flær af efsta lag jarðvegsins, 10 sentímetra, og grefur það hálfan metra í jörðu niður. Á þann hátt er efsta lag jarð- vegsins, sem er geislamengað, grafið svo að plöntur nái ekki til þess. Annars menguðust þær sjálfar með því að sjúga upp í sig geislavirk næringarefni. Eftir þessa jarðvinnslu er vonast til þess að unnt sé að bjarga a.m.k. svolitlum hluta uppskerunnar úr hinni frjósömu, úkranisku mold. Danskir tæknifræðingar og smiðir í rannsóknastöðinni í Ris0 (Hrísey) og Bovlund plógsmiðj- unni hafa teiknað og smíðað nýja plóginn. Plógurinn hefur verið á teikniborðinu í Ris0 lengi (Ris0 var stofnuð sem kjarnorkurann- sóknastöð), en farið var að smíða hann þegar EB lagði fé til þess.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.