Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 15
fymingarskýrslu. Einnig færist eignin niður í 0 á fimmta ári. Niðurfærslan verður þar af leiðandi öll árin 280.000 kr., sjá fymingaskýrslu. (Mynd 1). Um söluhagnað framleiðsluréttar í landbúnaði gilda því sömu reglur og um aðrar ófyrnanlegar eignir. Algengasta aðferðin er sú að telja helming söluverðs til tekna eins og um sölu lands væri að ræða. Þeir sem fjárfestu í nýgreinum á jörðinni í tengslum við sölu á framleiðslurétti mega fyrna á móti söluhagnaði. Ef salan er greidd með skuldaviðurkenningu má fresta söluhagnaði. Skatthlutfall og fleira vegna tekna 1995 Skatthlutfall var í staðgreiðslu 41,93%. (Tekjuskattur 33,15%, útsvar frá 8,4% til 9,2% eftir sveitarfélögum). Tekjuskattur félaga er 33% en sameignarfélaga 41% Tekjuskattur og útsvar barna er 6% af tekjum yfir 77.940 kr. Persónuafsláttur 293.928 kr. (Ónýttur milli- færist 80% milli hjóna). Skattleysismörk á tekjur 1995 eru um 700.000 kr. Hátekjuskattur er 5% af tekjum yfir 5.611.680 kr. hjá hjónum en 2.805.840 hjá einstaklingi. Húsnæðissparnaðarreikningur. Viðbótar per- sónuafsláttur vegna innleggs á slíkan reikning er 10% af innleggi: (Verður á árinu 1996 5%, en fellur síðan niður). Hámarksársfjórðungs innlegg er 113.750 kr., en lágmark 11.375 kr. á einstakling. Eignarskattur. Af fyrstu 3.651.749 kr. greiðist enginn skattur. Af því sem umfram er greiðist 1,2%. Sérstakur eignarskattur, 0,25%, er af eign yfir 5.277.058 kr., ef framteljandi er innan við 67 ára að aldri. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra er 3.985 kr. Tekjumark 700.997 kr. (til 70 ára). Fæðisfrádráttur er 389 kr. á dag. Barnabætur fyrir árið 1996. Með fyrsta barni 9.272 kr. Með öðru barni og fleiri bömum eru bamabætur 28.768 kr. á barn. Abót er 30.176 kr., ef bam er yngra en 7 ára. Með fyrsta barni einstæðra foreldra eru barnabætur 69.624 kr. en með öðru barni og fleirum 74.024 kr. á barn. Ábót er 30.176 kr. ef barn er yngra en 7 ára. Staðgreiðsla 1996. Skatthlutfall 41,94%. Persónuafsláttur kr. 24.544 á mán.. (Skattleysismörk kr. 58.522 á mán. á ári um 700.000 kr.) Hátekjuskattur er 5% af skattstofni umfram 2.805.840 kr. hjá einhleypingi en 5.611.680 kr. hjá hjónum. Tryggingargjald er 3.63% af launun. Viðmiðunarreglur um reiknuð laun 1996. 1. Bóndi 674.856 kr. eða 56.238 kr. á mánuði. 2. Hjón 1.349.712 kr. Vaxtabœtur Rétt til vaxtabóta eiga þeir er bera vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa (jarða- kaupa) eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtabætur ákvarðast þannig að frá vaxta- gjöldum dragast vaxtatekjur og 6% af tekjuskatts- stofni. Ef um er að ræða hjón eða sambýlisfólk, sem á rétt til samsköttunar, reiknast 6% af saman- lögðum tekjuskattsstofni þeirra beggja. Hámark vaxtabóta eru kr. 140.903 hjá einstaklingi, kr. 181.212 hjá einstæðu foreldri og 233.065 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Hjá einstaklingi og einstæðu foreldri skerðast þannig ákvarðaðar vaxtarbætur hlutfallslega, fari eignir samkv. reit 16 að frádregnum eignum í reit 04 og skuldum skv. reit 86 fram úr 3.092.937 kr., uns þær falla niður við 4.948.699 kr. Vaxtabætur hjóna og sambýlisfólks skerðast á sama hátt, fari samanlagðar eignir þeirra að frádregnum skuldum fram úr 5.127.077 kr. uns þær falla niður við 8.203.323 kr. Vaxtabætur geta aldrei orðið hærri en 140.903 kr. fyrir hvem mann, 181.212 kr. fyrir einstætt foreldri og 233.065 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk. Vaxtabætur geta aldrei orðið hærri en 7% af skuldum vegna íbúðarkaupa og skerðast um allar vaxtatekjur. Launamiðaframtal. Reiknuð laun voru felld út af launaframtali. Árið 1996 þurfa allir launagreiðendur að tilkynna launagreiðslur mánaðarlega og síðan að skila launamiðum, en eindagi þeirra var 21. janúar 1996. í sjálfu sér er ekki flókið að fylla út þá skýrslu. Frumrit skal sent til skattstofu ásamt launaframtali. Gert er ráð fyrir að launþega sé sent samrit en bændur halda einu fyrir sig. Ef launamiðar eru ekki vélritaðir skal nota kúlupenna og skrifa fast þannig að öll þrjú eintökin verði greinileg. í reit 01 skal setja kennitölu. í reit 02 færast vinnulaun en í reit 06 færast greiðslur til verkstæða og verktaka, byggingafyrirtækja, trésmíðaverkstæða o.s.frv. Allar fjárhæðir færast með virðisaukaskatti á 2 '96 - FREYR 55

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.