Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 32
Notagildi birkis Brynjar Skúiason, skógrœktarráðunautur Grein þessi fjallar um ýmsa eiginleika birkis og hvernig nýta má þá til gróðurbóta og landgrœðslu. Birki hefur eiginleika sem gefa því gríðarlega mikið notagildi ef vel er staðið að notkun tegundarinnar. Af mikilvægum eiginleikum má nefna eftirfarandi: * Það nær um 90 ára aldri sem telst lítið miðað við margar aðrar trjátegundir. * Tegundin fjölgar sér fyrst og fremst með fræi en getur einnig myndað sprota upp af rótarhálsi og upp af rótum fjær trénu. * Ber fræ snemma á æviskeiðinu. * Fræið er létt og getur borist langt frá móðurplöntunni. * Fræin hafa lítinn næringarforða * Getur borið gríðarlega mikið fræmagn í hagstæðum árum. * Getur lifað og þrifist í margs konar jarðvegi. * Ljóselsk trjátegund. * Laufið rotnar auðveldlega. * Fremur djúpt rótarkerfi. * Harðgerð tegund sem lifði af síðustu ísöld og er vel aðlöguð íslensku veðurfari. Hvað þýða þessir eiginleikar fyrir tegundina ? Þar sem birki verður ekki mjög gamalt verður það að fá skilyrði til að endurnýja sig á meðan nóg er eftir af einstaklingum sem bera fræ á viðkomandi svæði. Forsenda þess að nýir einstaklingar nái þroska er að ekki sé beit á landinu í nokkur ár meðan fræplönturnar eru að vaxa úr grasi. Ekki er nóg að takmarka beit á meðan nýliðun á sér stað því að birki er eftirsótt beitarplanta og mjög lítið beitarálag þarf til að halda niðri nýgræðingi. Mjög mikilvægur eiginleiki birkis er hversu snemma á æviskeiðinu það fer að bera fræ. Reikna má með nokkurri fræmyndun frá 10 ára aldri. Fræmyndunin eykst síðan eitthvað fram eftir aldri. Þetta stutta Brynjar Skúlason. kynslóðabil skiptir miklu máli ef ætlunin er að koma af stað sjálf- sáningu birkis og ná árangri á sem stystum tíma. Hjá sumum trjáteg- undum líða áratugir á milli kyn- slóða. Fræin eru létt og geta borist langt frá móðurplöntunni. Verulegt fræ- magn dreifist í um 100 m radíus frá móðurplöntunni en mestur hluti fellur innan 50 metra. Fræið fellur af trjánum frá lok september og eitthvað fram eftir hausti. Það fræ sem fellur á snjó getur borist langar leiðir allt eftir veðri og vindum. Fræin hafa lítinn næringarforða. Af þessum sökum er mikilvægt að spírunarskilyrðin séu sem best. Plönturnar eiga erfitt með að komast á legg þar sem svörður er þykkur og samkeppni við annan gróður er mikil. Þar sem rof er í gróðurþekjunni og gróður fremur lágvaxinn eru spírunarskilyrði oft hagstæð. Þetta gerir birkið að góðri landgræðsluplöntu. Þannig getur beit haft jákvæð áhrif á spírun- arskilyrðin en plöntur sem spíra þar sem enn er beit komast ekki á legg. Skynsamlegt samspil þessara þátta gæti verið beit um tíma og friðun í nokkur ár þess á milli. Þannig má vænta góðs árangurs af nýliðun birkis. Vegna lítillar forðanæringar í fræinu er ekki hægt að reikna með Birki sem er á síðasta snúningi. Friðun nauðsynleg strax. Eftirstandandi tré eru mikilvœgir frœberar til sjálfsáningar. Sjálfsáning er ódýrari en handsáning og/eða gróðursetning. (Ljósm. Þröstur Eysteinsson). 72 FREYR - 2 '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.