Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 24
Reiknað endurgjald bœnda, maka þeirra og barna tekjuárið 1995 (skattframtal 1996). Að jafnaði skal færa á skattframtali 1996 þau reiknuðu laun sem staðgreiðsla á árinu 1995 hefur miðast við. Séu færð lægri reiknuð laun ber að láta nauðsynlegar skýringar fylgja skattframtali. í þessu sambandi vísast til 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 6. gr. laga nr. 49/1987. Viðmiðunarreglur til ákvörðunar á reiknuðu endurgjaldi bænda og maka þeirra á staðgreiðslu- árinu 1995 frá 31. desember 1994 eru þessar: Viðmiðunartekjurfyrir grundvallabúið ákvarðast þannig: 1. Viðmiðunartekjur bónda, sem stendur einn fyrir búrekstri með eða án aðkeypts vinnuafls eða í samrekstri með öðrum en maka, ákvarðast 651.192 kr. í 52 vikur. Mánaðarlaun kr. 54.266. 2. Vinni það hjóna sem ekki stendur fyrir búrekstri með maka sínum við reksturinn skal meta því endurgjald með hliðsjón af vinnuframlagi þess, metið á sama verði og endurgjald bónda. 3. Standi hjón bæði fyrir búrekstrinum skal reiknað endurgjald hjónanna samtals teljast tvöfalt endurgjald bónda eða 1.302.384 kr. sem skiptist milli hjónanna í hlutfalli við vinnu- framlag hvors um sig. 4. Akvarðaðar viðmiðunartekjur hvers bónda sem stendur fyrir búi með öðrum en maka sínum skulu miðaðar við eignarhlutdeild bóndans í félagsbúinu. Við ákvörðun viðmiðunartekna bænda skal taka tillit til þess hvort bóndi nái heildartekjum grundvallarbúsins. í verðlagsgrundvelli land- búnaðarafurða er sauðfjárbúi reiknuð 400 ærgildi en kúabúi 22 kúgildi sem samsvarar 440 ær- gildum. í blönduðu búi skal því að öllu jöfnu reikna með 420 ærgildum. Við ákvörðun heildarærgilda bús er geldneyti reiknað 8 ærgildi og kálfur 4 ærgildi. Nái bústofn bónda ekki framangreindum ærgildafjölda verður að ætla að bóndinn nái ekki heildartekjum grundvallarbúsins og má þá lækka reiknað endurgjald í sama hlutfalli og ærgilda- fjöldi búsins er minni en viðmiðunarærgildatjöldi. Hámark reiknaðs endurgjald sem skattstjóri getur ákvarðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 takmarkast við það að fjárhæð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum almennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu skv. 53. gr. laganna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reiknað endurgjald barna Lækka má reiknað endurgjald skv. 1. og 3. tl um 11.450 kr. fyrir hverja viku sem barni (börnum) er reiknað endurgjald. Samtals má þessi lækkun ekki nema hærri fjárhæð en samanlagður vikufjöldi margfaldaður með 11.450 kr. og teljast 16 vinnu- stundir á 11.450 kr. vera hámark miðað við grund- vallarbúið. Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13-15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra skv. síðasta málslið 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, skal við mat á hámarki því sem um ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem rekstrarkostnað, miða við meðaltímakaup frá 286 kr. til 327 kr. eða frá 11.440 kr. til 13.080 á viku. seglin, sýna oft tap af búrekstri sínum ár eftir ár. Ef sú staða kemur upp að þeir selja jarðir og fá mikinn söluhagnað, nýtist tapið og getur komið sér mjög vel. Nú hefur hins vegar verið gerð sú breyting á skattalögum að tapið fyrnist eftir 5 ár. Það tap sem nú er til fyrnist eftir 5 ár ef það er ónotað. Ef búreksturinn gengur illa er full ástæða til þess að að fyrna allar eignir um lágmarksfyrningu. F. Yfirlit yfir ónotað tap Tap fyrnist á 5 árum og nú þarf að halda utan um hvert ár. Neðst á bls. 5 er sett upp í dálka fyrir árið 1991 og fyrr, 1992, 1993 og 1994. Tapið 1991 var 793.161, árið 1992 172.244 kr. o.s.frv. Þessar tölur eru framreiknaðar með verðbreytingarstuðli (1,0321) og færðar í dálk 3. Nú er hagnaður af búrekstrinum árið 1995 að upphæð 750.516 kr. Sá hagnaður dregst frá elsta tapinu, sjá mynd 3, og þá er eftir 68.105 kr. af eldra tapinu frá 1991 og fyrr. Tap ársins 1992 (172.244 kr.), færist óhreyft í þessu dæmi til næsta árs. Þannig er alltaf tekið af elsta tapinu. Af þessu má sjá að halda þarf utan um eldri töp þar til þau eru notuð. Alltaf er notað elsta tapið á móti hagnaði eins og í þessu dæmi. Tap ársins 1991 og fyrr er þannig nýtanlegt í 5 ár í fyrsta skipti 1992. Ef það verður ekki notað í 64 FREYR - 2 '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.