Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 27

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 27
síðasta lagi 1996 fellur það niður. Tap sem myndast 1992 og ekki hefur verið nýtt 1997 fellur niður. Samanburðarskýrsla virðisaukaskatts B. Arssundurliðun (sjá mynd). Hér er óskað eftir samanburði á þegar innsendum virðisaukaskattskýrslum við bókhald eða afurða- miða. Komi fram mismunur skal fylla út leið- réttingarskýrslu RSK 10.26. Hjálagt sýnishom er frá bónda í hefðbundnum búskap. Beingreiðslan fyrir mjólk og kindakjöt færist í dálkinn „Undan- þegin velta“. Nú er það svo að landbúnaðarframtal er ekki sett þannig upp að tekjur samsvari virðisaukaskatt- skyldri veltu. Nefna má vaxtatekjur, endurgreiðslu á kjamfóðurgjaldi, bústofnsaukningu o.fl. Nú gæti sú staða komið upp að við gerð landbúnaðarskýrslu uppgötvist villa í færslubókinni yfir virðisauka- skattinn og þar með virðisaukaskattskýrslu. Þá þarf að gera grein fyrir þessum mistökum. Það er gert á leiðréttingarskýrslu virðisaukaskatts (RSK 10.26). Ef VSK hefur verið vanreiknaður, skal senda greiðslu og skýrsluna til sýslumanns. Inneignar- skýrslu skal senda beint til skattstjóra. C. Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir skattahlutfalli, tegund sölu og atvinnugrein. Afurðir til heimilis nema 202.782 kr. samkvæmt skattmati. Innlagðar afurðir eru 4.258.961 kr. í 24,5% þrepi en 246.466 kr. í 14% þrepi (t.d. kartöflur). Dráttarvél er seld á 258.646 kr. Þessi sundurliðun gefur til kynna hvort veltan sé vegna sölu afurða eða eigna. D. Sundurliðun annarrar veltu. Undanþegin velta. í þessa línu færist útflutningur á t.d. loðdýrum, hrossum og fiski, þ.e.a.s. búrekstri sem fær endur- greiddan innskatt af aðföngum. Allur innskattur af loðdýrafóðri er endurgreiddur svo að dæmi sé tekið. Allur innskattur af fjárfestingum í skógrækt er nú endurgreiddur samkvæmt VSK skýrslu. Beingreiðslur á mjólk og kindakjöt færast hér. Undanþegin statfsemi. í þessa línu færast allar tekjur af búrekstri eða öðmm umsvifum sem fellur utan við VSK kerfið. Innskattur af aðföngum er ekki endurgreiddur eða færður til frádráttar útskatti. Nefna má veiðileigu og skólaakstur. E. Sundurliðun innskatts. Með þessari skýrslu er verið að aðgreina innskatt vegna fjárfestinga og aðfanga af árlegum rekstrar- kostnaði. Innskattur vegna kaupa á vélum færist undir liðinn „Kaup á fastafjármunum“. I þessu dæmi eru vélakaup fyrir 2510.000 kr. Innskattur nam 614.950 kr. Allur annar innskattur er vegna búrekstrar. Byggingaframkvæmdir voru engar á þessu ári, en innskattur vegna viðhalds útihúsa nam 20.738 kr. Þannig er innskatturinn sundurliðaður í fjóra hluta. í þessu dæmi er ekkert fært undir liðinn: Kaup á vöru og þjónustu til endursölu. Bændur eru mjög sjaldan í umboðssölu heldur eru þeir fyrst og fremst framleiðendur. Kaup á landbúnaðarritum er með 14% VSK og í þessu dæmi er innskattur 2.168 kr. Samanlagður innskattur er í þessu dæmi 1.410.797 kr. og á að vera sama upphæð og kemur í B lið, sjá mynd. Sjá ennfremur leiðbeiningar aftan á þessu eyðublaði. (RSK 10.25). Sala á bújörðum. Undanfarin ár hafa margir þurft að greiða ntikla skatta af söluhagnaði vegna jarðasölu. Undan- tekningarlítið reiknast bændum söluhagnaður af sölu jarða. Skattlagning slíks söluhagnaðar getur orðið stór biti að kyngja. Rétt er að benda á að veðsetja fullvirðisrétt þannig að kaupandi geti ekki selt fullvirðisréttinn án samþykkis seljanda, sem á ógreiddan hluta af jarðarverðinu. * Öll lán skulu vera með hæstu leyfilega vexti eða að fullu verðtryggð. * Áríðandi er að reikna fulla vexti á allar greiðslur, sem nefndar eru útborgun, nema þá upphæð sem greidd er við undirskrift kaup- samnings. * Verðtrygging á lánum er miklu eðlilegri við- skiptamáti heldur en t.d. 10% vextir. * Kynnið ykkur reglur um söluhagnað af jarðar- sölu áður en skrifað er undir kaupsamning. Þessar leiðbeiningar eru engan veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. Lestu aðeins þær leiðbeiningar, sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í í hvert sinn, en ekki að lesa allar leiðbeiningar í einu. Að lokum má benda á að sækja má um lækkun á skatti vegna menntunarkostnaðar bams eldra en 16 ára. Aðalreglan er sú að ívilnun er veitt ef tekjur bams eru undir 427.000 kr. á árinu 1995. Einnig má sækja um lækkun á skatti vegna veikinda eða eignatjóns sjá bls. 22 í leiðbeiningum Rsk., sem fylgja skattframtali. Áríðandi er að fá staðfestingu skóla á námi. Læt þetta nægja að sinni og vona að lesandinn verði einhvers vísari. 2 '96 - FREYR 67

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.