Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 44

Freyr - 01.02.1996, Blaðsíða 44
í skort á matvœlum Það stefnir Annuð hvert ár er haldin landbúnaðarsýning á Hellerud- völlum (Hellerud sletta) skammt norðan við Ósló. Auk þess sem þar eru sýndar vélar, búfé o.fl. eru þar flutt erindi og haldnir umræðufundir. A sýningunni á sl. vori flutti Öistein Dahl, stjórnarformaður World Watch Institute á Norð- urlöndum, en hann gegndi áður hárri stöðu innan norska olíu- iðnaðarins, erindi um stöðu mat- vælaframleiðslu í heiminum um þessar mundir. Framtíðarsýn hans í þeim efnum er ekki björt. Ef nú kæmi lélegt kornár, eins og gerðist í USA árið 1988, mætti vænta alvarlegs skorts á korni og að kornverð stórhækkaði. Fyrir þau lönd þar sem tak- markanir eru á framleiðslu búvara eru þetta á sinn hátt jákvæðar fregnir. Þær gefa þeim vonir um bjartari framtíð fyrir landbúnað þeirra. I erindi sínu hvatti Öistein Dahl til að frumframleiðslugreinarnar yrðu efldar og lagði mikla áherslu á að norska þjóðin yrði sjálfri sér næg um sem flestar matvörur. Móðir jörð stendur andspænis djúpstæðum og flóknum vandamálum. Álagið á lífkerfið er alltof mikið. Þróunin stefnir í ranga átt og matvæla- framleiðsla á jörðinni er ekki sjálf- bær. Það er samdóma álit fjölmargra þeirra sem koma nálægt þessum málum. Hins vegar hafa stjórn- málamenn enn ekki komið nægilega auga á þessi sannindi. Öistein Dahl nefndi ýmsa þætti sem hafa það í för með sér að matvælaframleiðsla mun dragast saman: • Framleiðslugeta lands er víða nýtt til hins ýtrasta og mögu- leikar á að taka nýtt land til ræktunar eru takmarkaðir. • Jarðvegur tapast í stærri stíl en nýr jarðvegur verður til. • Skortur á hreinu vatni fer vax- andi, grunnvatnsstaða lækkar á mikilvægum ræktunarsvæðum. • Fólki fjölgar of mikið á jörðinni eða u.þ.b. um 90 milljón manns á ári. • Fleiri og fleiri þjóðir og stórir hópar meðal þjóða sækja stíft í bætt lífskjör. Hvað síðastnefnda atriðið varðar benti Öistein Dahl einkum á Kín- verja. í Kína batna nú lífskjör hröðum skrefum á sama tíma og þar er land tekið í stórum stíl undir byggð, vegi, flugvelli o.fl. Kjöt- neysla Kínverja vex nú hratt og til kjötframleiðslu þarf korn. Um fjórðungur jarðarbúa eru Kínverjar og kornbirgðir um þessar mundir eru hinar minnstu í 20 ár og nægja einungis til 62 daga neyslu. Minni kornbirgðir leiða til stórhækkaðs kornverðs. Á tímabilum frá því í mars til júlí 1995 hefur kornverð á Lundúna- markaðnum hækkað um ca 1% á viku. Öistein Dahl taldi að fiskveiðar muni ekki skila meiru. Um 17 mikilvægustu veiðisvæði í heim- inum eru fullnýtt eða ofnýtt, sumir fiskstofnar eru við það að hverfa. Fiskeldi bætir hér nokkuð úr, en til fiskeldis þarf líka fóður. Mesta vandamálið í þessu sam- bandi er þó það að mörg hundruð milljónir manns hafa ekki efni á að borga meira fyrir matinn. Við erum ekki á réttri leið, umhverfið er víða að komast í þrot og það birtist í breytingum á veður- fari þar sem áður óþekkt veður dynja æ oftar yftr. Öistein Dahl nefndi hve jörðin gæti brauðfætt margt fólk út frá neysluvenjum í einstökum löndum. • Með matarvenjum Bandaríkja- manna ber jörðin 2,8 milljarða manns. • Með matarvenjum Itala ber jörðin 5,4 milljarða. • Með matarvenjum Indverja brauðfæðir jörðin 11,5 milljarða manns. (Endursagt úr Bondevennen nr. 28/29 1995). Niðurstöður úr skýrslum fjar rœktarfélaganna árið 1994 Leiðrétting í stuttri grein í 12. tbl. Freys á síðasta ári þar sem gerð er grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr skýrslum fjárræktarfélaganna árið 1994 eru því miður meinlegar villur. I flýti við að koma greininni til birtingar gerði ég þau mistök að vinna töflur fyrir hæstu bú eftir gömlum úreltum forritum, sem því miður gáfu ranga niðurstöðu í einstaka tilviki. Það sem leiðrétta þarf er að í töflu um afurðahæstu búin á félagsbúið á Vöglum í Eyjafjarðarsveit að vera í þriðja sæti en þær 15 ær sem þar voru skýrslufærðar árið 1994 skiluðu að meðaltali 2,00 lömbum til nytja og framleiðsla þeirra að meðaltali 45,5 kg af dilkakjöti. í töflu um stærri búin eru tölur fyrir einhver búanna einhverju broti úr kg of háar en röð búanna þar breytist ekkert. Réttar töflur verður að finna í Sauðfjár- ræktinni sem brátt mun koma út. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu villum sem að öllu leyti verða að skrifast á reikning undirritaðs. Jón Viðar Jónmundsson. 84 FREYR - 2. '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.