Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1997, Qupperneq 5

Freyr - 01.10.1997, Qupperneq 5
Eg er svartsýnn á stöðu sauðfjárræktarinnar Viðtal við Guðjón Jónsson, bónda á Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi á 5tröndum Guðjón Jónsson á Gestsstöðum býr með sauðfé, eins og flestir bændur á Ströndum. Hann kann góð skil á stöðu sauðfjárræktarinnar og á sl. sumri fóru fréttamaður Freys og Jón Viðar Jónmundsson á hans fund til að ræða þau mál og fleiri en fyrst var hann beðinn um að kynna sig. Ég er fæddur árið 1931. Foreldrar mínir eru Jón Bjarni Jónsson og Branddís Aðalsteinsdóttir sem bjuggu hér. Það má segja að ég sé Stranda- maður í húð og hár. Ég bý hér með systur minni, Ragnheiði, auk þess sem foreldrar okkar eru hér í heimili, bæði komin yfir nírætt. Hvenær tókst þú við búi hér? Ég fór að búa sér á 7. áratugnum á móti föður mínum. Ragnheiður, systir mín, tók síðan við hluta hans og nú búum við hér hvort með sinn bústofn en sameiginlegt heimili og hér er eingöngu rekið fjárbú eins og víðast hvar á Ströndum. Var þetta tvíbýlisjörð? Já, hér áður fyrr var þetta tvíbýlis- jörð. Það var ekki fyrr en faðir minn hafði búið hér í nokkur ár að hann eignast alla jörðina. Síðast bjuggu á hinum hlutanum móðursystir mín og maður hennar. Jörðin hefur um lang- an aldur verið í einkaeign. Hvað búið þið við margt fé? Við erum bæði samanlagt með 280 fjár á fóðrum og af því lifum við en hér eru engin hlunnindi. Fjárhúsin eru nokkuð gömul, steinsteypt með grindur og kallara, sem faðir minn byggði. íbúðarhúsið er aftur nýlegt. 70.-72. '97 - FREYR - 381

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.