Freyr - 01.10.1997, Qupperneq 10
Gildrur til talninga á gönguseiðum á leið í sjó og laxgengd upp ána þjóna
mikilvœgu hlutverki við mat á ástandi laxastofita. (Ljósm. Rafn Hafnfjörð)
Stangveiði á sjóbirtingi og bleikju nýtur vaxandi vinsœlda he'r á landi enda
eru möguleikar til veiða víða mjög góðir og ástand stofnanna yfirleitt gott.
(Ljósm. Rafn Hafnfjörð)
var gott vorið 1996 og vorkoma
hagstæð til landsins. Sem kunnugt er
var eftirtekjan ekki í takt við vænt-
ingar, einkum í smálaxi. Væntingar í
stórlaxi voru litlar og þannig í takt
við smálaxagengd sumarið 1996.
Laxveiðin 1997
Einkenni laxveiðinnar 1997 varmik-
ill breytileiki milli landssvæða og
einstakra áa. Mest kom á óvart rýr
smálaxagengd á Vesturlandi, þrátt
fyrir að laxinn væri að jafnaði vænn.
Ljóst er að endurheimta úr sjó, bæði
hjá náttúrulegum stofnum og í haf-
beit var einkar rýr, sem bendir til
mikilla affalla á gönguseiðaárgangi
1996 eftir að í sjó var komið. Nánar
verður vikið að hugsanlegum áhrifa-
þáttum hér á eftir.
Rýrari veiði, einkum í þeim ám
sem renna beint í sjó fram, má að
einhverju leyti rekja til minnkandi
gengdar hafbeitarlaxa með suður- og
vesturströnd landsins. Vitað er að
hafbeitarlax hefur gengið í nokkrum
mæli í sumar ár við Faxaflóa og nið-
urstöður merkinga á árunum 1987-
‘94 hafa sýnt að 4,5% meðalhlutfall
af veiði í ám á Suðvesturland var af
hafbeitaruppruna, þótt hlutfallið
væri verulega breytilegt milli vatns-
falla, hæst í nágrenni hafbeitarstöðva
en mun lægra annars staðar. Veruleg
minnkun í gengd hafbeitarlaxa hlýt-
ur því að koma fram í laxveiðinni.
Til mótvægis má hins vegar telja
þann merka áfanga að keypt voru
upp lögleg laxanet í Hvalfirði og á
Mýrum. Þetta hefur vafalaust skilað
verulegum viðbótar laxafjölda í ár á
Suðvesturlandi, einkum þó í ám við
innanverðan Hvalfjörð.
Aukning í Rangánum
Laxveiðin 1997 hafði hins vegar
einnig jákvæðar hliðar. Þar ber hæst
þann merka áfanga að laxveiði í
Rangánum, sem byggir að mestu
leyti á laxarækt með gönguseiðum,
nálgaðist 3000 laxa. Þessi árangur
sýnir þá möguleika sem felast í haf-
beitarsleppingum til stangaveiði, þar
sem skilyrði eru ákjósanleg. Líklegt
er að hafbeit af þessu tagi geti orðið
mjög arðbær, þótt hefðbundin haf-
beit til sölu á laxi á markað geti ekki
borið sig, þar sem stangveiddur lax
er 20 falt verðmeiri en matfiskur.
Reynslan af Rangánum er mjög
mikilvæg fyrir frekari starfsemi á
þessu sviði. Komið hefur fram að
hafbeitarlaxinn er jafn sprettharður
og villtur lax, enda aðeins í eldisstöð
sem ungviði. Hann sækir að sleppi-
386 - FREYR - 70.-72. '97