Freyr - 01.10.1997, Page 13
Lífsferill laxins er bœði ífersku vatni og sjó. Að laxinum steðja margar hœttur, bœði við ferskvatns- og sjávardvöl. 1
fersku vatni getur minkur og ýmsar tegundir fugla valdið búsifjum en þegar í sjó er komið steðjar hœtta afýmsum
sjávarfiskum og sjávarspendýrum. Einnig eru aðstœður til fœðunáms mjög breytiiegar í samrœmi við magn helstu
fœðudýra og umhverfisþœtti sjávar. (Teikn. S. Oskarsson)
áhrif að ræða vegna sveiflna í veður-
fari eða langtíma þróun vegna land-
eyðingar og/eða mengunar. Erlendis
hafa laxastofnar farið mjög halloka
vegna aukinnar byggðar, virkjana,
mengunar, landeyðingar og súrrar
rigningar. Þannig töpuðust laxastofn-
ar úr evrópskum ám svo sem Rín og
Thames fyrir hundruðum ára.
Virkjanir vatnsfalla hafa skaðað
laxastofna víða um heim og gengið
hefur illa að endurreisa stofna eftir
að þeir hafa glatast. Þar sem virkjan-
ir hér á landi eru aðallega í jökulám
hafa áhrif þeirra á göngustofna verið
mun minni en annars hefði orðið.
Súrt regn er bein afleiðing iðnað-
armengunar og hefur eytt laxa- og
silungsstofnum í suðurhluta Noregs
og Svíþjóðar, þótt mengunarvald-
amir séu mun sunnar í Evrópu. Svip-
uð þróun hefur orðið í Nova Skotia í
Kanada vegna mengunar frá austur-
hluta Bandaríkjanna.
Astandið í ferskvatnsmálum er
allgott hér á landi, en nauðsynlegt er
að vera vel á verði með aukinni
iðnvæðingu og byggðaþróun.
Ofveiði laxastofna
Ofveiði er algeng í þeim löndum,
þar sem laxveiðar eru leyfðar í sjó.
Algengast er þá að smærri stofnar
séu ofveiddir vegna mikillar sóknar í
stærri stofna. Þetta vandamál þekk-
ist ekki hér á landi, þar sem bæði
neta- og stangveiði hefur takmarkast
við ferskvatn. Þessi aðferðafræði við
veiðiskap er grundvallarforsenda
fyrir góðu ástandi laxastofna hér á
landi.
Fæðuskortur í hafinu
Ljóst er að maðurinn er alltaf að
fikra sig neðar í fæðukeðjunni við
veiðar sínar. Þannig geta veiðar á
loðnu og sfld verið í samkeppni við
fæðunám laxins og ýmissa þorsk-
fiska. Ekki hefur verið sýnt fram á
áhrif slflcra veiða gagnvart laxi.
Afrán sjávarspendýra á laxi
Sem kunnug er hafa veiðar og nýt-
ing sela og hvala minnkað á undan-
fömum árum og fjölgun þessara teg-
unda er því orðið áhyggjuefni. Þann-
ig er áætlað að Grænlandssel hafi
fjölgað úr tveim milljónum dýra árið
1970 í 5 milljónir árið 1995. Sam-
bærileg fjölgun er einnig í öðmm
sela- og hvalategundum. Vitað er að
bæði selur og hnísur éta lax í sjó á
10.-12. ‘97 - FREYR - 389