Freyr - 01.10.1997, Side 15
Rauðjarpur, tinnusvart tagl og fax. Fremur góð hóf-
skegg. (Ljósm. Þorkell Bjarnason)
Prúð, einfext. (Ljósm. Þorkell Bjamason)
Prúdleiki hrossa
Islenska búféð, hverju nafni sem
nefnist, er hært. Hinar margvísleg-
ustu gerðir gefur þar að líta og lang-
ur vegur er frá ullinni, hárum sauð-
fjárins, til stuttra hára á feldi hross-
anna. Samt er þetta í eðli sínu það
sama, ræktað í sitt hvora áttina eftir
nytjum.
Hárin eru langir homþræðir mynd-
aðir frá yfirhúðinni og hárrótin er í
lægð sem nefnist hárslíður. í botni
þess er leðurhúðamabbi er nefnist
hámabbi. Því gildari sem hárin eru
því lengra ná hárslíðrin inn í húðina.
Þakvefsfrumur á yfirborði hárnabb-
ans skipta sér og sjá þannig um
lengdarvöxt hársins, sem getur orðið
mjög mikill.
I flestum hámm má greina tvö
lög, börk og merg. Mergurinn er
innst í hárinu, strengmyndaður og
mismunandi að gildleika. Því gildari
sem mergurinn er í hlutfalli við
börkinn. því veikbyggðara er hárið.
Börkurinn er gerður úr aflöngum
homfrumum og myndar venjulega
megnið af hárinu. Utan um börkinn
er þunn himna úr plötumynduðum
homfrumum sem kallast hárskel.
Mjög oft era hárin lituð og stafar það
þá frá litarkomum í berkinum. Litur-
inn getur verið með ýmsum hætti.
Stundum vantar litarkomin og þá
eru hárin hvít. Með aldrinum dregur
úr myndun litarefnanna. Lýsast þá
hárin og verða stundum alveg hvít.
Þorkell
Bjarnason
ráðunautur
(Kallað „að hærast" eða „farinn að
grána“).
Hárin skiptast í tog eða þakhár og
þel. A hrossum era eingöngu þakhár.
Stefna háranna er mismunandi. A
hálsi, brjósti, kvið og lend stefna þau
aftur og niður en á limunum beint
niður. Breytingar á stefnu háranna
sjást greinilega, t.d. í nárum og á
bringu hrossanna. Sums staðar stefna
hárin í allar áttir út frá ákveðnum
depli, t.d. í enni.
Úr\’als taglburður. (Ljósm. Valdimar Kristinsson)
Li'till prúðleiki. (Ljósm. Friðþjófur Þorkelsson)
10.-12. '97 - FREYR -391