Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 26
Frá plægingamámskeiði haustið 1994. Gre'tar Einarsson leiðbeinir. (Mynd: Þóroddur Sveinsson) hafa verið mest til umfjöllunar er ársnytin frá 4.000-5.200 kg eftir tímabilum (ath þar er eitt tímabil frá 1.7-30.6. árið eftir). Þessi mikli munur er vegna margra ólíkra þátta og ástæðna. Sá einstaki þáttur sem virðist útskýra mest þennan mun er hlutfall 1. kálfs kvígna á tímabilinu eins sést vel á 6. mynd. Lækkandi lífaldur kúnna og þar með hærri nýliðun er fyrst og fremst vegna baráttunnar við að halda júg- urbólgu og frumutölu niðri. í 8. töflu er yfirlit yfir ástæður förgunar á kún- um og þar sést að júgurbólga, en einnig júgurslys, höggva djúp skörð í stofninn. Lyfja- og dýralækniskostnaður sem sýndur er í 9. töflu stafar fyrst og fremst af kostnaði við að halda júgurbólgunni niðri og er kostnaður- inn frá 0,8-1,4 kr. á hvem framleidd- an mjólkurlítra. í 10. töflu er síðan frjósemisyfir- lit og í 11. töflu er yfirlit yfir kyn kálfa og afdrif. I tengslum við fóðrunartilraunir í fjósinu eru tilraunakýr reglulega vigtaðar. Á 7. mynd eru teknar sam- an vigtanirnar þar sem kýrnar eru flokkaðar eftir aldri (mjaltaskeið- um). Þar sést að meðalþyngd 1. kálfs- kvígu er ríflega 400 kg en kýr á 3. og 4. mjaltaskeiði eru væntanlega bún- ar að ná hámarksþyngd og slaga þá upp í 500 kg. Þyngsta kýrin vó 541 kg og var á 4. mjaltaskeiði en létt- asta kvígan vó einungis um 350 kg. Afurðir Söluafurðir Möðruvallabúsins eru fyrst og fremst mjólk og nautgripa- kjöt. Ef litið er hins vegai' á afdrif næringarefnanna sem bústofninn innbyrðir er ljóst að stærsti hlutinn verður eftir á búinu í formi mykju (12. tafla). Mykjan er verðmætasta aukaafurð kúabúsins og með skyn- samlegri nýtingu sparar því stórar upphæðir í kaupum á aðföngum í formi áburðar eða fóðurs. Eins og kemur fram í kaflanum um fóðuröfl- un hér á undan (3. tafla) sparar mykjan tugi prósenta í áburðarkaup- um, ef halda ætti sama áburðarstigi með tilbúnum áburði. Þó er alveg ljóst að áburðaráhrif mykjunnar eru oft vanmetin sem leiðir til óþarflega mikil taps. Um 80% köfnunarefnis, 72% fosfórs og 95% kalís í fóðrinu sem bústofninn innbyrðir endar í mykjunni (12. tafla). Mjólkurframleiðslan er um 170- 180.000 lítrar á ári og fer um 88% hennar í mjólkursamlag en afgang- urinn er notaður á búinu, aðallega í kálfa en einnig til heimilis (13. tafla). Á Möðruvöllum er mjólkur- framleiðslan skráð á tvennan hátt. Annars vegar með mjólkurmælum, og hins vegar er skráð öll mjólkur- notkun á búinu og magn innveginnar mjólkur í samlag liggur ávalt fyrir (13. tafla). Nautakjötsframleiðslan hefur að- allega tengst tilraunum með naut og uxa en þar fyrir utan er að jafnaði slátrað um 10 nautum á ári. Þetta þýðir með öðrum orðum að um helmingur fæddra nauta hefur verið settur á til kjötframleiðslu. í 14. töflu er sýnd kjötframleiðslan og flokkun falla. Fyrir núverandi kjöt- mat dugði að fóðra nautin á heyjum eingöngu til þess að þau færu í hæsta gæðaflokk en með nýju kjötmati er nauðsynlegt að fita nautin á korni eða kornblöndu fyrir slátrun. Annars eru yfirgnæfandi líkur á verðfellingu vegna of lítillrar fituhulu. Afkoma Eins og komið hefur fram tók RALA við búrekstrinum á Möðruvöllum haustið 1992 og var tækifærið gripið til þess stokka upp og hagræða. Áf- koma búsins frá þeim tíma til dags- ins í dag verður að teljast viðunandi. Árleg velta búsins er um 10-12 milljónir króna. Um 71% teknanna eru mjólkursala. 19% kjötsala og um 10% er annað eins og húsaleiga, hey- sala og bætur fyrir álag sem búið verður fyrir vegna tilraunastarfsemi. Að jafnaði hefur búið skilað árlega um 10% rekstrarafgangi sem er not- aður í endurnýjun véla og uppbygg- ingu á búinu. Þakkarord Þessi skýrsla lýsir nokkrum niður- stöðum áralangrar gagnaskráningar sem starfsmenn Möðruvalla hafa haldið til haga undanfarin ár og fá þeir hér með bestu þakkir fyrir. Ég vil þó þakka sérstaklega Signði Bjama- dóttur tilraunastjóra, Laufeyju Bjama- dóttur búfræðikandidat og Hildu Pálmadóttur bústjóra ásamt bústjóra- makanum Höskuldi Gunnarssyni, auk Bjama E. Guðleifssonar, fyrir að- stoð og yfirlestur á þessar grein. 402 - FREYR - 10.-12. ‘97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.