Freyr - 01.10.1997, Síða 28
70
60
s 50
Húsdýr Móinold Heiniili Garðar
Annað
Lifrœn efni er tilfalla í Landnámi Ingólfs.
gróðurfar merki aldalangrar búsetu
og gróðurnýtingar. Óhætt er að
fullyrða að þetta er einn verst fami
hluti landsins í byggð hvað gróður
varðar. Skógi hefur að mestu verið
útrýmt. Vindur hefur náð að eyði-
leggja jarðveg sem áður var gróðri
klæddur og síðan er þar örfoka land.
Móbergshálsar og fjöll eru nær gróð-
urlaus og hraun bera rýran gróður.
Þrátt fyrir ötult starf einstaklinga,
skógræktarfélaga og landgræðslu-
stofnana um árabil erum við enn að
tapa frjósömu landi á þessu svæði.
Gróðurþekjan er sífellt á undanhaldi
og aðeins á friðuðum svæðum gætir
árangurs baráttunnar. Náttúruperlur
eins og Heiðmörk og Þjóðgarðurinn
á Þingvöllum bera vott um þær
framfarir sem eiga sér stað við frið-
un og uppgræðslu lands.
Líkt og nafn samtakanna gefur til
kynna er stefna þeirra að hefja upp-
græðslu örfoka lands þar sem góður
árangur mun blasa við, íbúum lands-
ins til ánægju og hvatningar.
Þrátt fyrir að Landnám Ingólfs sé
aðeins um 3% af flatarmáli íslands
búa þar um 180 þúsund manns eða
70% þjóðarinnar. A svæðinu eru því
margar vinnufúsar hendur sem án
efa munu leggja lið að endurheimta
glötuð landgæði sem er fyrsta skref-
ið að sjálfbærri framtíð.
í takt við hringrás
náttúrunnar
Víða um heim gætir vaxandi vitund-
ar um að nýta lífrænan úrgang sem
til fellur. Víða er krafist að lífrænn
úrgangur fari aftur í hina náttúrulegu
hringrás. Um er að ræða húsdýraúr-
gang, lífrænan úrgang frá heimilum,
görðum og atvinnurekstri. í flestum
nágrannaríkjum okkar er förgun
slíkra efna bönnuð.
Bændur þekkja glöggt verðmæti
húsdýraáburðar sem næringu fyrir
jarðveg enda er kúamykja ennþá
nýtt í talsverðum mæli sem áburður
á tún og við aðra ræktun. Rannsókn-
ir hafa leitt í ljós að aðeins um 15-
25% af NPK-gildi nautgripafóðurs
skilar sér í mjólkurafurðinni en lang-
stærstur hluti næringarefnanna verð-
ur eftir í mykjunni.
Líkt og tíkast til sveita ætlar
Gróður fyrir fólk að nýta þessi miklu
verðmæti, húsdýraáburðinn, til upp-
græðslu, auk mómoldar sem til fell-
ur í Landnáminu. Árlega falla til á
„Það hlýtur að vera
óskynsamleg umhverfis-
stefna að nýta ekki til
fullnustu auðlind sem eykur
frjósemi jarðvegs og ýtir
undir sjálfbæra gróðurþróun
í landi sem er mesta
eyðimerkursvæði álfunnar."
404 - FREYR - 10.-12. '97