Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 30

Freyr - 01.10.1997, Side 30
Af sauðfjárrækt á Mýja-Sjálandi Síðastliðið haust átti ég þess kost að komast til Nýja Sjálands og meðal annarrs dvelja og starfa við hlið þarlendra bænda. í þessari grein er ætlun mín að skýra stuttlega frá dvöl minni hjá einum bændanna, Kevin Poul, sem rekur sauðtjárbú á Suðurey Nýja Sjálands. En fyrst er ætlun mín að rekja stuttlega þær breytingar er orðið hafa á ytri að- stæðum í nýsjálenskum sauðfjárbú- skap undanfarin ár. Sögubrot Nýsjálenskur sauðfjárbúskapur hef- ur frá fomu fari einkennst af stórum búum sem notið hafa lítilla styrkja frá ríki, samanborið við sauðfjárbú- skap í samkeppnislöndum. A áttunda áratugnum varð þó breyting á en þá jukust styrkir til ný- sjálenskrar sauðfjárræktar verulega og má í því sambandi nefna að um 25% afurðaverðsins var styrkur, veittir voru styrkir til fjölgunar sauð- fjár og lágmarksverð var á ull en allt þetta stuðlaði að nokkuð tryggri af- komu sauðfjárbænda. Árið 1984 blasti þjóðargjaldþrot við Nýsjálendingum og í kjölfarið greip þáverandi ríkisstjóm til mjög harkalegra aðhaldsaðgerða sem með- al annars bitnuðu mjög illa á sauð- fjárbændum. Segja má að á einni nóttu hafi styrkir til landbúnaðar verið afnumdir. Áhrif þessara breytinga urðu gíf- urlegar meðal sauðfjárbænda því að ekki var nóg með að afurðaverð hríðfélli, verðbólgan rauk upp í 14- 17% í kjölfarið, vextir á langtíma- Finnbogi Magnússon | --------- Lágafelli, Æ.'éFjm A-Landeyjum ' j'| lánum fóru í 17-18% og yfirdráttar- og dráttarvextir ruku upp í 30%. Því skal engan undra að mikill fjöldi bænda varð gjaldþrota eða gekk í gegnum nauðasamninga fyrstu árin á eftir. Afurðaverð hélst áfram lágt eftir aðgerðimar 1984 fram til ársins 1992 er nýr aðili (Fortex) kom inn á kjötkaupendamarkaðinn, en þessum markaði hafði fram að því verið stjómað af fáum stómm afurða- stöðvum. Fortex bauð mun betra verð en fyrirtækin sem fyrir voru og fékk því umtalsverð viðskipti yfir til sín. En því miður fyrir bænduma varð Fortex gjaldþrota eftir aðeins þrjú ár, vegna birgðasöfnunar. Meðan Fortex var á markaðnum höfðu hinar afurðastöðvamar neyðst til að hækka verð sín til samræmis við Fortex, sem hafði leitt til skulda- söfnunar hjá þeim. Því gripu slátur- húsin til þess ráðs, er Fortex fór í gjaldþrot, að lækka afurðaverð til bænda um fjórðung. Jafnframt hafa margar afurðastöðvanna krafist þess að innleggjendur leggi hlutafé í fé- lögin sem nemur allt að 150 kr. á hverja ásetta á. Engin arður eða at- kvæðisréttur fylgir þessu hlutafé en Frá vinstri: Kevin, Regan, Simon, Ginny og Bess. 406 - FREYR - 10.-12. '97

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.