Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1997, Page 33

Freyr - 01.10.1997, Page 33
Sjálffóðrun sauð- fjár á rúlluböggum Tími er peningar. Að spara tíma við dagleg verk er hluti af eðli- legri hagræðingu, svo lengi sem breytingamar kosta minna en þær spara. Það hve hátt má meta sparað- an tíma til fjár er líka háð því til hvers hinn sparaði tími nýtist. Hver verður því á endanum að reikna fyrir sig. En í þeirri trú að vinnuhagræð- ing við fóðrun sauðfjár væri almennt nokkurs virði, var lagt út í það til- rauna- og þróunarstarf sem nú verð- ur sagt frá. Þar sem um tveir þriðju hlutar heyfengs landsmanna eru verkaðir í rúlluböggum hljóta aðgerðir til hag- ræðingar við fóðrun að miðast að verulegu leyti við þá verkunarað- ferð. Veturinn 1994-95 hafði Bú- tæknideild Rala í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri til próf- unar gjafagrind fyrir rúllubagga er smíðuð hafði verið hjá Vírneti h.f. í Borgamesi eftir hugmynd Magnúsar bónda í Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi. Fyrstu athuganir, er gerð var grein fyrir á Ráðunautafundi 1996 (2) bentu til þess að hægt væri að ná svipuðum árangri við „sjálf- fóðrun" úr gjafagrind eins og með hefðbundnum aðferðum við fóðrun á garða. Til þess að þróa aðferðina áfram, m.a. til að draga meira úr slæðingi, og bera hana ítarlegar saman við hefðbundnar fóðrunarað- ferðir, var ákveðið að leggja út í viðameiri tilraunir veturinn 1995- 96, sem Rala, Bændaskólinn og Vír- net h.f. stóðu sameiginlega að. Verk- efnið var styrkt af Rannsóknaráði Islands og Framleiðnisjóði. Efni og aðferðir í tilraununum var rúlluhey gefið í þrjár mismunandi jötugerðir: Garði A: Hefðbundinn garði með slæðigrindum. Grind B: Gjafagrind sem hönnuð er fyrir einn heilan rúllubagga. Grindin er ferköntuð, tvær hliðar hennar fastar, en hinar tvær geta gengið inn og þrengist því grindin smám saman eftir því sem heyið ést úr henni. Þessi útfærsla hefur verið seld hjá Vírneti h.f. um nokkurt skeið. Grind C: Ný gerð gjafagrindar, eins uppbyggð og grind B, nema hvað lausu hliðamar eru tvöfalt lengri, en föstu hliðamar vom hafðar lokaðar. Þegar bagginn var gefinn í grind C var hann skorinn niður í miðju, yfir- borðið jafnað og slæðigrindur, líkar þeim sem gjaman eru í görðum, lagðar ofan á. Þessi útfærsla hefur verið endurbætt frá því að tilraunim- ar vom gerðar og nokkur eintök af henni hafa verið framleidd nú í haust hjá Vímeti h.f. I 1. töflu er yfirlit um tilrauna- skipulagið. í Tilraun I, sem var gerð í fjárhúsunum á Hvanneyri á tíma- bilinu 2. desember '95 til 2. maí '96, vom þrír meðferðarhópar, hver um sig með 53 ám. Hópur 1-1 var fóðr- aður á rúlluheyi eftir átlyst á garða, tvisvar á dag. Hópur 1-2 hafði frjáls- an aðgang að rúllum í gjafagrind B, og var rúllan endumýjuð þegar að- eins vom eftir um 5% leifar. Hópur 1-3 fékk sömu meðferð og hópur 1-2, nema hvað rúllan var endumýjuð þegar um 15% leifar voru eftir, en æmar höfðu þó áfram aðgang að leifunum í nokkum tíma eftir gjöf. Aætlað meðal-jöturými við gjafa- grindurnar (hópar 1-2 og 1-3) var um 11 cm á kind, en um 40 cm á garð- anum (hópur 1-1). Tilraun II var gerð í fjárhúsunum á Hesti á tímabilinu 19. febrúar til 29. apríl ’96, en áður höfðu þar verið gerðar athuganir sem leiddu til þró- unar á gjafagrind C. I tilrauninni voru þn'r meðferðarhópar, II-1 (48 ær), II- 2 (56 ær) og II-3 (64 ær). Hópur II-1 var, rétt eins og hópur I-1, fóðraður á rúlluheyi eftir átlyst á garða, tvisvar á dag. Hinir tveir hópamir fengu rúllumar í gjafagrind af gerð C, með meðaljöturými 11 (hópur II-2) og 9 (hópur II-3) cm á kind. Þess var gætt í báðum tilraunun- um að ekki væri munur á heygæðum milli meðferðarhópa. Eini fóðurbæt- irinn sem gefinn var í Tilraun I var sfld, um 200 g/kind/dag, á tímabil- unum 5. -19. desember og 9. aprfl til 2. maí, en í Tilraun II var gefíð fiski- mjöl, að meðaltali um 75 g/kind/dag síðustu 3 vikur tilraunarinnar. Niðurstöður, umræður og ályktanir I 2. töflu er niðurstöðum um át er varða Tilraun I skipt niður í þrjú 1. tafla. Skipulag Tilrauna 1 og II Tilraun I Tilraun 11 Meðferðarhópur i-i 1-2 1-3 11-1 II-2 II-3 Jötugerð* Garði A Grind B Grind B Garði A Grind C Grind C Meðaljöturými á kind, cm 40 ii ii 40 11 9 Leifar við gjöf (ca.) 10% 5% 15% 10% 15% 15% a Sjá skýringar í texta. 10.-12. '97 - FREYR - 409

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.