Freyr - 01.10.1997, Side 36
Grind C. Nýjasta
útgáfan afgjafa-
grindumfrá Vírneti
hf. sem var endur-
bœtt í samvinnu við
bœndur.
tilvikum er í raun verið að nota
tímann sem hver kind hefur að-
gang að þokkalega fersku fóðri
sem stjórntæki á átið.
Af ýmsum erlendum rannsókna-
niðurstöðum (3) má álykta að 6
klukkustunda áttími á sólarhring
dugi og vel það í langflestum tilvik-
um, sem þýðir að fjórðungur fjárins
þarf að komast að í einu. Ef hver
kind þarf 40 cm jötupláss við át ætti
samkvæmt þessu 10 cm jötupláss á
kind að duga til að hver kind geti
étið þegar henni hentar, ef við göng-
um út frá því að það skipti ekki máli
hvenær sólarhringsins sé étið, og að
nægt, þokkalega ferskt, fóður liggi
alltaf fyrir. Af niðurstöðum þeirra
tilrauna sem hér hafa verið kynntar
má álykta að þessi tilgáta geti staðist
á þeim tímabilum sem fóðurþatfir
eru í meðallagi eða minni. Tíu til tólf
sentimetrar má því, undir öllum
venjulegum kringumstæðum, teljast
raunhæf ráðlegging um lágmarks-
jöturými fyrir hverja fullorðna á við
sjálffóðrun stærstan hluta vetrarins.
Þegar hins vegar kemur fram yfir
miðja meðgöngu og sverleiki ánna
eykst, fóðurþarfir vaxa, og áthraði
minnkar vegna plássþarfa fósturs,
virðist ráðlegt að hækka lágmarkið
upp í fimmtán sentimetra.
Sjálffóðrun sauðfjár á rúllubögg-
um virðist óneitanlega íhugunar-
verður valkostur fyrir þá fjárbændur
sem sjá sér ávinning í að draga úr
hinni daglegu vinnu við fóðrun. Þró-
un Vímetsmanna á gjafagrindunum í
góðri samvinnu við bústjóra og fjár-
menn á Hesti og Hvanneyri, og
áhugasama bændur, hefur leitt til
mjög viðunandi lausna á tæknileg-
um vandamálum, þar á meðal slæð-
ingnum. Enn er þó verið að þróa
þessa tækni, og reynsla bænda ásamt
vonandi ítarlegra tilraunastarfi verð-
ur að skera úr um framhaldið.
Ekki er hægt að ljúka þessu
spjalli án þess að ræða hvemig sjálf-
fóðrun af þessu tagi getur fallið að
skipulagi fjárhúsa og vinnu í þeim
annarri enn þeirri er tengist fóðrun.
Ljóst er að hið hefðbundna „garða
og króa“-skipulag yrði að víkja
a.m.k. að einhverju leyti, og er það
mat höfundar að ekki yrði sérstök
eftirsjá að því sé litið til möguleika á
vinnuhagræðingu við ýmiskonar
fjárrag sem mundu skapast ef
„sveigjanlegri" innréttingar væm
notaðar. Ekki má þó gleyma þeirri
staðreynd að á sauðburði þarf aukið
jötupláss og sérstakar stíur fyrir
lambær. Með því að halda eftir hluta
af upprunalegum görðum þar sem
það á við, og/eða koma upp sérstakri
sauðburðaraðstöðu í hlöðum má
leysa þessi mál á viðunandi hátt í
hverju tilviki, sé þess gætt að hugsa
dæmið í heild og nota ímyndunar-
aflið. Sagt verður frá framkvæmd af
þessu tagi í Frey á næstunni og því
verður látið staðar numið hér að
sinni.
Helstu heimildir:
(1) Grétar Einarsson, 1976. Vinnurann-
sóknir í fjárhúsum. I. Vetrarhirðing.
Fjölrit Rala nr. 4. Bútæknideild,
Hvanneyri.
(2) Jóhannes Sveinbjömsson 1996.
Samanburður á fóðrunaraðferðum
fyrir sauðfé. í: Ráðunautafundur
1996. Rala og BÍ, 1996, s. 157-167.
(3) Jóhannes Sveinbjömsson, 1997. The
effect of ad lib. silage feeding
systems on ewe performance and
floor wastage. Ritgerð til M.Sc.
prófs við Landbúnaðarháskólann í
Uppsölum, 12 s (handrit).
(4) Ólafur Guðmundsson, 1971. Dif-
ferent types of mangers and com-
parison of selffeeding and daily
feeding. Symposium on „the
management of sheep at lambing
time in cold wet climates" (handrit).
(5) Stefán Sch. Thorsteinsson & Sigur-
geir Þorgeirsson, 1989. Winterfeed-
ing, housing and management. I:
Reproduction, Growth and Nutrition
in Sheep. Dr. Halldór Pálsson
memorial publication (ritstj. Ólafur
R. Dýrmundsson & Sigurgeir Þor-
geirsson). Rala og BI: s. 113-145.
412-FREYFt- 70.-12. '97