Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 40

Freyr - 01.10.1997, Side 40
Svína- og alifuglakjöt á heimsmarkaði Útdráttur úr erindi yfirmanns stefnumótunarmála fyrir svínakjöt hjá Meat and Livestock Commission, Mick Sloyan flutt á MEAT '97 ráðstefnunni 16. október s.l í London sem haldin vará vegum Agra Europe. Samkvæmt nýjustu hagtölum frá FAO (Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna) var heildarneysla á kjöti í heiminum yfir 200 milljón tonn árið 1995. Svína- kjöt í sinni margvíslegustu mynd, frá svínakjöti og beikoni til fjölbreytts úrvals af unnum vörum, er lang mik- ilvægasta kjötið með 41% markaðs- hlutdeild. Það er meiri hlutdeild en nauta- og kálfakjöt sem höfðu 26% markaðshlutdeild og alifuglakjöt með 22% árið 1995. Svínakjötsmarkaðurinn Þróun síðustu 10 ára hefur verið sú að neysla á kjöti í heiminum hefur verið að aukast. Frá árinu 1985 til ársins 1995 hefur neyslan aukist um tæpan þriðjung. Svína- og alifugla- kjöt eiga stóran þátt í þessari miklu aukningu, en neysla á svínakjöti hef- ur aukist um 40% og á alifuglakjöti um 50%. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir skekkjum í opinberum hagtölum er aukningin í neyslu og framleiðslu á svínakjöti veruleg. Þó hafa ekki öll svæði heims þróast eins. Asía hefur vaxið mest á svínakjötsmarkaðnum síðustu 10 árin. Tölumar eru svo sannarlega sláandi. Áætluð fram- leiðsla stærstu svæðanna er 44 millj- ón tonn af svínakjöti á ári sem er næstum þreföld framleiðsla ESB og rúmlega helmingur heimsframleiðslu. Neyslan í þessum löndum hefur fylgt framleiðsluaukningunni og stundum gott betur. Það hefur orðið hröð aukning í framleiðslu og neyslu í Indónesíu, Filppseyjum, Suður- Kóreu en minni í Taiwan. í Asíu gnæfir Kína yfir aðrar þjóðir. Eins og áður verður að hafa í huga mögulegar skekkjur í opinber- um hagtölum, en tölumar fyrir Kína em einmitt líklegar til að vera óná- kvæmar. Engu að síður er hlutur Kína sem framleiðandi og neytandi yfirþyrmandi. Samkvæmt hagtölum bandaríska landbúnaðarráðuneytis- ins hefur framleiðsla og neysla á svínakjöti meira en tvöfaldast síð- ustu 10 árin og árið 1995 var hún áætluð 36,4 milljón tonn. Ástæðan fyrir þessum hraða vexti er fólksfjölgun og aukin neysla á hvem íbúa. I Kína hefur fólki fjölg- að um rúmlega 200 milljónir síðustu 10 árin og er þjóðin núna 1.232 milljónir. Þó er það samt svo að stærsti áhrifavaldurinn er aukning neysluá íbúa sem tilkomin er vegna aukinna tekna einstaklinganna. Síð- ustu ár hefur Kína gengið í gegnum miklar efnahagslegar breytingar sem hafa ýtt undir markaðsvæðingu. Þetta hefur stuðlað að auknum hag- vexti sem gerir það að verkum að verg þjóðarframleiðsla hefur aukist að meðaltali um rúmlega 11 % á ári á síðustu fimm árum. Samanborið við þetta óx verg þjóðarframleiðsla um 1,5% á ári í ESB-löndunum. Flag- vöxtur annarra landa í Asíu hefur verið næstum jafn mikill og í Kína. Samt hægðist á vextinum á síðasta ári, lönd eins og Indónesía, Malasía, Suður-Kórea, Taiwan og Tæland hafa öll notið hagvaxtar á bilinu 6-8% á ári síðustu fimm ár. I Japan og á Fil- ippseyjum hefur hins vegar hægt töluvert á hagvextinum. Á hinum enda heimsmarkaðarins fyrir svínakjöt er Austur-Evrópa og lönd fyrrum Sovétríkjanna. I þessum löndurn hafa efnahagsbreytingamar líka verið miklar en niður á við og leitt til samdráttar á markaðinum. Snögg umskipti frá miðstýrðu hag- kerfi til kerfis sem stjómast meira af markaðslögmálum hafa haft umtals- verðar og oft sársaukafullar breyt- ingar í för með sér á landbúnaðar- framleiðslu þessara landa og þá sér- staklega kjötframleiðslu. Sem dæmi má nefna að svínakjötsneysla og -framleiðsla dróst saman um þriðj- ung á árunum 1987 til 1995. Annars staðar í heiminum hafa breytingar ekki verið jafn miklar. Þróunin í USA hefur verið sú að framleiðsla hefur aukist hraðar en neysla og er það vegna mikilla fjár- festinga að undanfömu í verk- smiðjubúskap. I Suður-Ameríku vex neysla svínakjöts samhliða fólks- fjölgun en svínakjötið heldur sínu 416-FREYR- 10.-12. '97

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.